Google Lens er öflugt tól frá Google sem nýtir gervigreind til að greina myndir og veita notendum gagnlegar upplýsingar út frá þeim. Með Google Lens geturðu skannað hluti, texta, dýr, plöntur, vörur og fleira til að fá ítarlegar upplýsingar eða grennslast fyrir um hvar hægt er að kaupa hluti sem þú sérð á netinu.
Google Lens er innbyggt í Google Chrome-vafrann og hægt er að nota það bæði í skjáborðsútgáfu Chrome og í farsímaútgáfunni (Android og iOS).
Í myndbandinu hér að neðan útskýrir Óli tölva á einfaldan og skemmtilegan hátt notkun Google Lens.
Google Lense