Það eru Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson með lagið Eldur, Bjarni Arason með lagið Aðeins lengur, og Tinna Björt Óðinsdóttir með lagið Þrá sem fara áfram í úrslit Söngvakeppninnar.
Úrslitakvöldið fer fram laugardagskvöldið 22. febrúar og hefst útsending á RÚV kl. 19.45.
Sigurvegari/sigurvegarar munu síðan keppa á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss þriðjudaginn 13. maí.
Á því kvöldi taka 15lönd þátt, þar á meðal Portúgal, Svíþjóð, Úkraína, Eistland, Slóvenía, Belgía, Króatía, Azerbaijan, Holland og Noregur sem öll hafa unnið keppnina.