Yasmin Tippett var í heimsókn hér á landi í síðustu viku og var að ferðast með EasyJet heim til Bretlands fyrir nokkrum dögum þegar flugmaðurinn sagði í gegnum hátalarakerfið að þeir ættu að kíkja út um gluggann.
Hún greindi frá þessu á TikTok og birti myndir, fyrst má sjá farþegana í smá ringulreið að reyna að komast að glugga og sjá og svo má sjá undurfögru norðurljósin. En flugmennirnir tóku nokkrar myndir úr stjórnklefanum og sendu á alla farþegana.
Horfðu á myndbandið hér að neðan en það er óhætt að segja að það hefur slegið í gegn. Það hefur fengið yfir 387 þúsund „likes“ og tvær milljónir áhorfa á tveimur dögum.
@yasmintippett Magical moment ✨🥹 Shoutout to the pilot for airdropping us his pics from the cockpit 🤣 @easyJet #northernlight #iceland #auroraborealis #northernlights #travel #bucketlist #fyp ♬ original sound – Gypsy