fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fókus

Taktu púlsinn á sambandinu þínu fyrir Valentínusardaginn!

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 16:30

Mynd: Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valentínusardagurinn er á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Valentínusardagurinn er dagur helgaður ástinni sem haldinn er hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert. 

Ólíkt því sem margir halda þá er siðurinn ekki bandarískur, þó hann sé haldinn víða þar með ýktum hætti, og önnur lönd tekið upp bandaríska stílinn, heldur á dagurinn evrópskan uppruna allt frá 14. öld.

Tilstandið á þessum degi hefur ekki verið mikið hérlendis, en allir dagar eru góðir til að fagna ástinni og vináttunni.

Mynd: Pexels.com

Er hægt að mæla ástina?

En er hægt að mæla ástina? Stokkhólmsháskóli hefur hannað mælitæki, Valentínusarskalann og hafa fimm karlmenn þýtt hann á íslensku: Jón Ingi Hlynsson, Hinni Hreinsson, Julius Hreinsson, Ísak Örn Ívarsson og Atli Valur Jóhannsson.

Eins og segir á heimasíðu þess fyrstnefnda, Jóns Inga Hlynssonar, sem er doktorsnemi í sálfræði við Stokkhólmsháskóla, er Valentínusarskalanum ætlað að meta sambandsánægju á stuttan og einfaldan máta.

„Náið parasamband er eitt mikilvægasta lífsmarkmið mannsins. 

Rómantísk parsambönd geta stuðlað að heilbrigðri hegðun og spornað gegn þróun geðraskana. Sem dæmi stuðlar stuðningur frá maka að auknu sjálfsöryggi til að standa sig í stykkinu hvað varðar það að bæta svefnvenjur sínar og stunda líkamsrækt, en hvort tveggja eru dæmi um verndandi lífsstílsþætti í samhengi líkamlegrar og andlegrar heilsu. Hins vegar skiptir sköpum að sambandið einkennist af stuðningi og virðingu fyrir þörfum beggja aðila.

Á hinn bóginn geta sambönd sem einkennast af mjög lítilli ánægju reynst yfirþyrmandi. Í slíkum tilfellum er mikilvægt að bera kennsl á meginþemu ágreinings og vandkvæða í sambandinu, svo sem tilfinningalega fjarlægð eða tilhneigingu til átaka og ýgi. Hins vegar er ákveðin vandi í því fólginn að okkur skortir áreiðanleg og réttmæt mælitæki til að meta ánægju í parasamböndum. Vandamálið kristallast í því að hlutlægt mat á meðferðarárangri parameðferða reynist þrautinni þyngri. Til að mæta þessum áskorunum var nýtt mælitæki hannað við Stokkhólmsháskóla: Valentínusarskalinn!

Mynd: Pexels.com

Fimmmenningar hafa útbúið vefútgáfu þar sem áhugasamir geta prófað að taka púlsinn á sínu  sambandi með Valentínusarskalanum. „Þegar þú hefur svarað spurningum skalans færðu svo hugmyndir um hvernig megi kanna nánar, styrkja og þróa sambandið við maka þinn nánar.“

Smelltu hér til að skoða vefútgáfu Valentínusarskalans.

Mynd: Pexels.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir því hvernig ákveðinn líkamshluti eiginmannsins breyttist óvænt í kjölfar þyngdartaps

Deilir því hvernig ákveðinn líkamshluti eiginmannsins breyttist óvænt í kjölfar þyngdartaps
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klúra ástæðan fyrir því að hún myndi vilja byrja aftur með unga kærastanum

Klúra ástæðan fyrir því að hún myndi vilja byrja aftur með unga kærastanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikil breyting á George Clooney – Litaði fræga silfurhárið brúnt

Mikil breyting á George Clooney – Litaði fræga silfurhárið brúnt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry Potter stjarna byrjar á OnlyFans – Fyrir fólk með ákveðið blæti

Harry Potter stjarna byrjar á OnlyFans – Fyrir fólk með ákveðið blæti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arnar útskýrir hvað honum gekk til þegar hann lét Hauk bakka á – „Láta þessa ríku karla finna aðeins fyrir því“

Arnar útskýrir hvað honum gekk til þegar hann lét Hauk bakka á – „Láta þessa ríku karla finna aðeins fyrir því“