fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fókus

Lars von Trier fluttur inn á hjúkrunarheimili

Fókus
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 09:12

Lars von Trier. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski leikstjórinn Lars von Trier er fluttur inn á hjúkrunarheimili en þar mun hann geta notið þeirra meðferðar sem hann þarfnast vegna Parkinsons-sjúkdóms sem hann glímir við.

Lars, sem er 68 ára, greindi frá því árið 2022 að hann hefði greinst með sjúkdóminn og í færslu á Instagram steig Louise Vest, náin samstarfskona leikstjórans fram, og opinberaði það að Lars væri kominn inn á hjúkrunarheimili.

Kvaðst Louise deila þessum persónulegu upplýsingum þar sem vangaveltur voru uppi um heilsu leikstjórans í dönsku pressunni.

„Lars líður vel miðað við aðstæður,“ sagði hún og bætti við að Lars eigi enn sitt eigið heimilfi þar sem hann getur einnig dvalið. Á hjúkrunarheimilinu fái hann hins vegar alla þá aðstoð sem hann þarfnast.

Louise segir að næsta kvikmynd leikstjórans verði að veruleika þrátt fyrir veikindin. Myndin sem um ræðir ber nafnið After en á síðasta ári var greint frá því að Stellan Skarsgård færi með aðalhlutverkið í myndinni.

Myndin segir frá „dauðanum og lífinu eftir dauðann“ en óvíst er hvenær myndin verður frumsýnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dulin skilaboð og pólitísk ádeila í hálfleiksatriði Kendrick Lamar á Ofurskálinni

Dulin skilaboð og pólitísk ádeila í hálfleiksatriði Kendrick Lamar á Ofurskálinni
Fókus
Í gær

Helga Braga um það sem hún þolir ekki í störfum sínum – Segir konur sérstaklega fara yfir strikið

Helga Braga um það sem hún þolir ekki í störfum sínum – Segir konur sérstaklega fara yfir strikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frosti Loga: „Ég hágrét í 4 klukkutíma og það var enginn stoppari“

Frosti Loga: „Ég hágrét í 4 klukkutíma og það var enginn stoppari“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikskólakennari fór niður hættulega braut eftir swing-partý

Leikskólakennari fór niður hættulega braut eftir swing-partý
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld