fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fókus

Forsölumiðarnir á Smashing Pumpkins seldust hratt upp

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 13:18

Billy Corgan forsprakki The Smashing Pumpkins. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsölumiðar seldust hratt upp á tónleika bandarísku rokksveitarinnar The Smashing Pumpkins í morgun. Ekki verður hægt að bæta við aukatónleikum.

Forsalan hófst klukkan 10 í morgun og hefur DV heimildir fyrir því að margir fulltrúar X kynslóðarinnar hafi verið með sveitta efrivör að ná miðum. Klukkan tæplega 11 barst tilkynning frá tónleikahaldaranum Sena Live um að uppselt væri í forsölu.

„Þrátt fyrir talsvert álag í morgun gekk allt vel fyrir sig. Stafræn röð verður notuð aftur á morgun til að stjórna umferð inn á vefsíðuna og vernda miðasölukerfið fyrir álagi,“ segir í tilkynningu.

Líkt og í morgun mun almenn sala tónleikamiða hefjast klukkan 10 en klukkan 9:30 opnar fyrir skráningu í biðröð. Fólki er raðað af handahófi í biðröðina en þeir sem skrá sig eftir klukkan 10 fara aftast í röðina.

Tónleikarnir eru haldnir í Laugardalshöll þriðjudaginn 26. ágúst. Hljómsveitin hefur aldrei spilað á Íslandi áður og sjaldnar í Evrópu en margar aðrar sveitir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birki ráðlagt að fara alls ekki í viðtal hjá Gunnari

Birki ráðlagt að fara alls ekki í viðtal hjá Gunnari
Fókus
Fyrir 2 dögum

Girls Gone Wild martröðin – „Ég var í áfalli, eiginlega í afneitun“

Girls Gone Wild martröðin – „Ég var í áfalli, eiginlega í afneitun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhorfendur Ofurskálarinnar gáttaðir á útliti Tom Cruise – „Hvað kom fyrir andlitið hans?“

Áhorfendur Ofurskálarinnar gáttaðir á útliti Tom Cruise – „Hvað kom fyrir andlitið hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur mennsk losun gróðurhúsalofttegunda lítil sem engin áhrif á hitastig jarðar?

Hefur mennsk losun gróðurhúsalofttegunda lítil sem engin áhrif á hitastig jarðar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum