fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fókus

Allra augu á Guðmundi Inga á frumsýningu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 14:30

Þóra Karitas Árnadóttir , Guðmundur Ingi og Oliwia Drozdzyk Mynd: Mummi Lú

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmynd Guðmundar Inga Þorvaldssonar, Allra augu á mér (e. All Eyes On Me), var frumsýnd í Bíó Paradís miðvikudaginn 12. febrúar fyrir fullum sal.

Guðmundur Ingi aðalleikari og framleiðandi myndarinnar, Oliwia Drozdzyk aðalleikona, Þóra Karítas leikkona og Birgir Hilmarsson tónskáld myndarinnar tóku á móti gestum.

Þóra Karitas Árnadóttir , Guðmundur Ingi, Oliwia Drozdzyk, Ágúst Þór Ámundason og Birgir Hilmarsson, sem semur alla tónlist fyrir myndina.
Mynd: Mummi Lú
Guðmundur Ingi, Nicholas Grinyer og Hildur Magnúsdóttir
Mynd: Mummi Lú
Þóra Karítas óskar Guðmundi Inga til hamingju
Mynd: Mummi Lú

Það var rífandi stemning og góður rómur gerður að myndinni. Myndin var skotin á tíu dögum og starfsfólk á setti samanstóð af Pascal Payant leikstjóra og Simon Danielsson hljóðmanni, og leikurunum fjórum. Var það mál fólks að þessi „fátæka“ kvikmyndagerð bitni svo sannarlega ekki á gæðum myndarinnar. Leikurinn er góður og ægifögur íslensk náttúra er fegurst leikmynda.

Guðmundur Ingi, Aðalsteinn Ingi sonur Guðmundar Inga, og vinur hans Elías Alfonsson
Mynd: Mummi Lú
Tanja Björk Ómarsdóttir og Þór Karítas
Mynd: Mummi Lú
Arnmundur Ernst Björnsson og Arna Magnea Danks
Mynd: Mummi Lú
Guðrún Bjarnadóttir í fókus. Úlfur Hróbjartsson fyrir aftan hana
Mynd: Mummi Lú
Guðmundur Ingi og Þórður Pálsson leikstjóri
Mynd: Mummi Lú

Hver veit hvort ókunnugt fólk segir satt og rétt frá högum sínum og fortíð? Þegar tveir brotnir einstaklingar fara að spila hvort með annað er uppgjör óumflýanlegt.
Gunnar hefur einangrað sig á bóndabæ sínum frá því að kona hans og ungur sonur fórust í hræðilegu slysi fyrir ári síðan. Mágkona hans mætir óboðin og skammar Gunnar fyrir að hafa ekki mætt í minningarathöfn um mæðginin og afhendir honum bréf frá konu hans heitinni þar sem ýjað er að því að dauði mæðginanna hafi ekki endilega verið slys. Gunnar ákveður að heiðra minningu konu sinnar og sonar með því að ganga heimanað frá sér og á slysstað.
Ewa er ung pólsk kona sem er ekki öll þar sem hún er séð og er komin til Íslands til að fara í fóstureyðingu, gegn vilja föðursins. Þegar hún fréttir að hann sé mættur til Reykjavíkur til að stöðva hana, flýr hún Reykjavík. Örlögin leiða þau Gunnar og Ewu saman.

Guðmundur Ingi, Sjöfn Everts bekkjarsystir hans og Helgu Völu í leiklistarskólanum, Úlfur Hróbjartsson, og Helga Vala Helgadóttir
Mynd: Mummi Lú
Elísabet Katrín Friðriksdóttir og Þór Túlíníus
Mynd: Mummi Lú
Verwijnen og Pimpernel Verwijnen
Mynd: Mummi Lú
Árný Ísberg, Ása BjörgTryggvadóttir, Helgi Eysteinsson og Telma Sæmundsdóttir
Mynd: Mummi Lú
Sturlaugur Björnsson og Ásdís Sandra Ágústsdóttir
Mynd: Mummi Lú
Dröfn Hilmarsdóttir, Hulda Laxdal, Arnar Guðjónsson og Iðunn Arnardóttir
Mynd: Mummi Lú
Helgi Eyleifur Þorvaldsson og Jónína Þorláksdóttir
Mynd: Mummi Lú
Nicholas Grinyer og Hildur Magnúsdóttir
Mynd: Mummi Lú
Steinunn Ragna Hjartar og Sölvi Sig
Mynd: Mummi Lú
Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, Heiða Aðalsteinsdóttir og Oliwia Drozdzyk
Mynd: Mummi Lú
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson
Mynd: Mummi Lú

Myndin er komin í almennar sýningar í Bíó Paradís.

Guðmundur Ingi hélt ræðu fyrir sýningu
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragna birti myndband af viðbrögðum eiginmannsins við fjórða barninu – „Hættessu!“

Ragna birti myndband af viðbrögðum eiginmannsins við fjórða barninu – „Hættessu!“
Fókus
Í gær

Metin féllu á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum

Metin féllu á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég vissi alveg nákvæmlega hversu stórt Tóta Van Helzing gæti orðið“

„Ég vissi alveg nákvæmlega hversu stórt Tóta Van Helzing gæti orðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birki ráðlagt að fara alls ekki í viðtal hjá Gunnari

Birki ráðlagt að fara alls ekki í viðtal hjá Gunnari