fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fókus

Nýjar myndir af Justin Bieber valda aðdáendum miklum áhyggjum

Fókus
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 10:29

Bieber-hjónin. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur hafa áhyggjur af heilsu og líðan söngvarans Justin Bieber. Nýjar myndir af honum hafa verið í dreifingu um netmiðla og virðist hann hafa grennst undanfarið.

Margir hafa áhyggjur og telja þetta tengjast máli rapparans Sean „Diddy“ Combs. Eftir að Diddy var handtekinn og ákærður fyrir mansal greindu erlendir miðlar frá því að Bieber lokaði sig af í kjölfarið og höfðu aðstandendur hans miklar áhyggjur af andlegri heilsu hans.

Heimildarmaður úr nærumhverfi Bieber sagði við DailyMail að Bieber væri sleginn út af handtökunni og þeim þungu sökum sem Diddy er borinn. Hann ætti erfitt með að ná utan um þetta enda hafi hann seinast átt í samstarfi við Diddy í tónlistarheiminum fyrir tæpu ári.

Sumir telja meira liggja þar að baki og hafa dregið fram gömul myndbönd af Diddy og Bieber saman, sem fólk segir vera „óþægileg“ og „krípí,“ og alveg klárlega óviðeigandi ef maður hugsar til þess hversu ungur Bieber var.

Sjá einnig: „Óþægilegt og krípí“ myndband af Diddy með ungum Justin Bieber dregið aftur fram í dagsljósið

Á dögunum tóku paparazzi ljósmyndarar myndir af Bieber og leyst aðdáendum ekkert á ástand hans. Fólk hefur ýmist áhyggjur af því að hann sé veikur, líkamlega eða andlega, eða að hann hafi fallið og sé byrjaður að nota á ný, en hann hefur ekki farið leynt með að hann reyki kannabis. Það er samt vert að taka fram að þetta eru aðeins getgátur og kjaftasögur og hefur Bieber ekki tjáð sig um málið.

En hann svaraði fyrir sig á sinn hátt með því að birta sjálfur nýjar myndir á Instagram þar sem hann virtist í blússandi stuði spila körfubolta.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndina.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“