fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fókus

Hjónin Sveinn og Kristjana prófuðu nýtt mataræði og sáu ótrúlegan mun – Þetta gerðist á þremur mánuðum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 10:54

Hjónin Sveinn og Kristjana segjast finna ótrúlegan mun á sér eftir að hafa byrjað á nýju mataræði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Sveinn V. Björgvinsson og Kristjana Henný Axelsdóttir breyttu bæði mataræði sínu og sáu ótrúlegan árangur. Sveinn hætti í kjölfarið á blóðfitulyfjum, sykursýkislyfjum fyrir sykursýki 2, kvíðalyfjum, missti 20 kíló og hætti að hrjóta. Sömu sögu má segja af Kristjönu. Hún sefur betur, hefur misst 25 kíló og segir að hún finnur ekki lengur fyrir einkennum breytingaskeiðsins. Fyrir þetta höfðu þau bæði prófað Ozempic en ekki séð neinn árangur.

Hjónin eru á svokallaða carnivore mataræðinu, eða kjötætu mataræðinu, sem gengur í stuttu máli út á að borða aðeins dýraafurðir, eins og kjöt, fisk, egg, smjör og ost.

Sveinn var á undan konunni sinni að byrja á mataræðinu og þótti henni það heldur einhæft fyrir hennar smekk, en þegar hún sá breytingarnar á eiginmanni sínum varð hún að prófa. Hjónin deildu sögu sinni í Facebook-hópnum Iceland Carnivore Tribe – Kjötætur og gáfu DV góðfúslegt að birta færslurnar. Þau vilja taka það fram að þau eru ekki að þessu til að auglýsa eitt eða annað heldur aðeins í þeirri von að þessar reynslusögur geti mögulega hjálpað einhverjum.

Sveinn og Kristjana.

Einn morguninn í apríl opnaði ég lyfjaskúffuna mína og fékk nóg

„Í apríl 2024 var ég 114 kíló (stundum þyngri). Ég var með áunna sykursýki, týpu 2 sem sagt, og var á sykurtöflum og Ozempic, léttist ekki neitt. Ég var á blóðfitulyfjum, kvíðalyfjum, og átti svo sterk kvíðalyf þegar mikið lá við. Testósterón í mér í lágmarki.

Ég vaknaði alltaf, það er, þegar ég náði að sofa, þurr í munni vegna þess að ég hraut meira en gott þykir og þurfti helst að sofa í öðru rými en hjónaherberginu svona til þess að frúin gæti sofið í friði. Orkulaus alla daga. Liðverkir að ganga frá mér. Allskonar önnur líkamleg óþægindi. Lítið úthald í vinnu, starfa sem málari, alltaf þreyttur.

Einn morguninn í apríl opnaði ég lyfjaskúffuna mína og fékk nóg. 48 ára, á þrjú börn… þetta gekk ekki. Ég tók ákvörðun þarna að prófa „Carnivore“ mataræði.

Þremur vikum seinna horfði frúin á mig og sagði: „Ég ætla að gera þetta líka“.

Sveinn fyrir.

Á þessum þremur og hálfa mánuði þá gerðist þetta

Fyrstu sirka fimm mánuðina var ég það sem mætti kallast „strict Carnivore,“ það er; borðaði bara kjöt, fisk, egg og smjör, og notaði einnig hamsatólg til að elda upp úr. Í dag er ég sirka 90 prósent. Ég fæ mér af og til eitthvað sem ég hef ekkert með að gera, en lítur vel út á diski. Ég drekk líka ósykraða gosdrykki og bjór/vín þegar mig langar til þess.

Það vildi svo til að ég fór í blóðprufu skömmu áður en ég tók þessa ákvörðun. Ég fór svo aftur í blóðprufu þremur og hálfum mánuði seinna. Á þessum þremur og hálfa mánuði þá gerðist þetta:

  • Hættur á blóðfitulyfjum.
  • Sykursýki 2 horfin, lyfin í tunnuna.
  • Hættur á kvíðalyfjunum (ég á samt nokkrar sterkar þegar mikið liggur við til öryggis)
  • Hættur að hrjóta
  • 20 kíló farin (sturlaður léttir)
  • Liðverkir hurfu
  • Testósterón fór úr 12 í 18 (og sálin maður!!)
  • Fatastærð, já, fullur ruslapoki af fötum í tunnuna, úr tæplega 3XL skyrtum í L aðþrengdum. Buxnastærð úr 46 í 32.
  • Laus við mikla flösu og roða í hársverði.“
Sveinn í dag.

Saga Kristjönu

Kristjana hefur svipaða sögu að segja. „Ég setti á Facebook vegginn minn árangursmyndir af okkur hjónum núna um daginn og hvað við værum að gera, einfaldlega vegna þess að allir voru að spyrja. Spurningin var iðulega, fóru þið í aðgerð? Einfalt svar: Nei, ekkert inngrip. Vil taka það fram að ég hef ekkert á móti þessum aðgerðum enda hef ég séð ótal marga öðlast nýtt líf eftir þær,“ segir hún og bætir við:

„Í þessari færslu minni taldi ég ekkert upp sérstaklega hvað þetta breytta mataræði væri í raun búið að gera fyrir mig en ég fékk mikil viðbrögð og miklu fleiri spurningar.

Hér að neðan ætla ég því að fara yfir það, því ef þessi lesning getur mögulega hjálpað einhverjum sem tengir við mína sögu þá er það bara jákvætt og gott.“

Við gefum Kristjönu orðið:

„Ég er bara ósköp venjuleg kona 49 ára þriggja barna móðir með allskonar á bakinu sem hefur truflað mig og valdið því að mér hefur ekki liðið vel hvorki andlega né líkamlega í 10-12 ár, alltaf frekar þreytt og verkjuð, og alltaf 92-99 kíló alveg sama hvað ég reyndi.

Í maí 2017 tók ég ákvörðun um að fara í legnám þar sem mér þótti ekki eðlilegt né á það bætandi að vera á blæðingum oftar en ekki. Mikill léttir sem þetta var þá tók að sjálfsögðu annað við sem ég var alveg meðvituð um áður en ég fór í aðgerðina. Það er breytingaskeiðið. Einkennin voru allskonar og oftar en ekki eitthvað sem kvensjúkdómalæknirinn hafði ekkert endilega heyrt áður!

Hitakóf, pirringur í húðinni, eyrnasuð og eins og það væri kóngulóabú í eyrunum á mér, svo mikill var kláðinn! Ég hvíldist mjög illa, svitnaði mikið og líkamslykt eftir því. Mér var illt í liðum, átti erfitt með að standa upp eða teygja mig í eitthvað af gólfi. Ég var alltaf pirruð í fótunum, stíflaði niðurfallið í sturtunni út af hárlosi og svo mætti lengi telja.

Kristjana fyrir.

Ég var búin að prófa nánast allt sem er í boði til að koma jafnvægi á hormónanna, náttúrulegar töflur, uppá skrifuð lyf, krem, gel, plástra, sterk verkjalyf, bólgueyðandi… og ég veit ekki hvað með tilheyrandi kostnaði, því jú það kostar heilan helling að fara til sérfræðings og svo að leysa út öll þessi lyf sem er í raun bara verið að prófa því engin kona er eins og það virkar ekkert eitt á okkur allar.

Prófaði Ozempic en það gerði lítið

Um miðjan apríl 2024 var ég gjörsamlega búin á því andlega, en ég átti myndsímtal við sérfræðing og hugsaði með mér nú hljótum við að finna lausn á þessu. Öll af vilja gerð segist hún vilja að ég prófi plástrana aftur en bara aðeins sterkari en síðast, prófum það í þrjá mánuði. Ég bara brotnaði niður og sagði að þetta væri nú bara komið gott, ég gæti þetta ekki lengur. Alltaf prófa í þrjá mánuði og sjá svo til – þrír mánuðir – story of my life!

Tek það fram að ég prófaði líka Ozempic/Wegovy til að athuga hvort ég næði nú eitthvað að léttast en það gerðist í raun ekki mikið, ég missti kannski 2-4 kíló.

Maðurinn minn var þarna nýbyrjaður á svokölluðu Carnivore mataræði sem er bara neysla á dýraafurðum, þetta þótti mér frekar óspennandi og alltof einhæft mataræði en eftir að hafa fylgst með honum í 3 vikur þá sá ég svo rosalega breytingu á honum að ég gat ekki annað en prófað þetta sjálf! Ég byrja því að fylgja honum á þessu mataræði um Hvítasunnuhelgina 2024. Strax fyrstu vikuna fann ég að bólgurnar í líkamanum voru að minnka og meira að segja vigtin fór að breytast mér í hag sem var kannski ekkert skrýtið miðað við hvað hreinsunarstarf líkamans fór af stað af FULLUM krafti. Mér stóð ekki alveg á sama en svo var eins og það kæmi jafnvægi á og allt fór í eðlilegan farveg.

Kristjana í dag.

Munurinn eftir þrjá mánuði

Eftir þrjá mánuði … jebb story of my life, þá er þetta svona og er enn:

  • Hef ekki notað nein hormónalyf eða verkjalyf síðan um miðjan maí, er ekki lengur með þá liðverki sem voru.
  • Ég vakna ekki í svitabaði á nóttunni eða við suð eða kláða í eyrum og húð.
  • Talandi um húð, ég fór að fá fæðingarbletti undir brjóstin sem húðlæknir sagði vera eðlilegt þegar konur eldast! Þessir blettir eru nánast horfnir!
  • Ég er hætt að stífla niðurfallið í sturtunni.
  • Ég sef betur.
  • Andlega hliðin sem var brunarúst er svo miklu betri og ég 25 kílóum léttari!
  • Ég get því sagt að einkenni breytingaskeiðsins eru horfin! Far vel!

Að lokum langar mig líka að nefna eitt sem hefur breyst, sem við konur ræðum kannski ekki en það er kynorkan. Hún hafði sannarlega legið í miklum dvala en hefur vaknað aftur bæði mér og manninum mínum til mikillar ánægju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lýtalæknir greinir frá nýju trendi eftir útspil Biöncu

Lýtalæknir greinir frá nýju trendi eftir útspil Biöncu
Fókus
Í gær

Frosti Loga: „Ég hágrét í 4 klukkutíma og það var enginn stoppari“

Frosti Loga: „Ég hágrét í 4 klukkutíma og það var enginn stoppari“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur Ofurskálarinnar gáttaðir á útliti Tom Cruise – „Hvað kom fyrir andlitið hans?“

Áhorfendur Ofurskálarinnar gáttaðir á útliti Tom Cruise – „Hvað kom fyrir andlitið hans?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við komum heim seinni partinn og síðan dó hún klukkan sjö um kvöldið“

„Við komum heim seinni partinn og síðan dó hún klukkan sjö um kvöldið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna