fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fókus

Kroppamynd tryllir aðdáendur – Hefur fjarlægt öll tattúin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 10:23

Pete Davidson Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það varð allt vitlaust í gær þegar fatamerkið Reformation birti myndir af grínistanum Pete Davidson berum að ofan. Hann er fyrirsæta í nýrri herferð þeirra en það sem vakti mesta athygli var ber líkami hans, það er að segja, engin húðflúr voru sjáanleg.

Pete hefur unnið markvisst að því síðustu ár að láta fjarlægja öll húðflúr af líkama sínum en hann var með ótal mörg tattú á báðum handleggjum, bringu, kvið og baki.

Mynd/Reformation
Mynd/Reformation

Myndin vakti mikla athygli og sögðu margir að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian ætti að taka við honum aftur.

„Ef ég væri Kim þá myndi ég hringja í hann strax,“ sagði einn netverji.

Stjörnurnar voru saman um níu mánaða skeið, leiðir þeirra skildu í ágúst 2022. Hann fékk sér til að mynda nokkur tattú tengd henni, sem eru nú horfin.

Netverjar höfðu einnig gaman af myndbandinu með herferðinni, horfðu á það hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“