Íslandsmótið í ólympískum lyftingum var haldið á WorldFit Völlum laugardaginn 8. febrúar.þ
Eygló Fanndal Sturludóttir læknanemi vann besta afrek móstsins þar sem hún tók 101 kg í snörun og 128 kg í jafnhendingu, samanlagt 229 kg.
Eygló keppir einng í Þýskalandi þar sem verðlaunafé er í boði (Bundesliga).
Guðný Björk Stefánsdóttir átti líka frabært mót og tók 97 kg í snörun og 121 í jafnhöttun.
Besta afrek í karlaflofkki vann Þórbergur Ernir Hlynsson en hann setti íslanndsmet í 109 kg flokki og tók 135 kg snörun sem var Íslandsmet, einnig 172,5 kg í jafnhendingu sem líka var Íslandsmet, og líka bæting í samlögðu, 307 kg.
45 keppendur mættu til leiks og ljóst er að ólympískar lyftingar eru í mikilli sókn hér á landi.
Lyftingasamband Íslands ásamt Lyftingafélagi Mosfellsbæjar stóðu fyrir þessu Íslandsmóti.
Hér að neðan má smá myndband frá mótinu.
Íslandsmeistaramót í lyftingum 8. feb. 2025