fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Helga Braga um það sem hún þolir ekki í störfum sínum – Segir konur sérstaklega fara yfir strikið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 12:30

Helga Braga Jónsdóttir leikkona.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Braga Jónsdóttir er landsþekkt til áratuga sem leikkona og skemmtikraftur, fyrir nokkrum árum bætti hún síðan flugfreyjustarfinu við ferilskrána.

„Ég var búin að neita þessu lengi: „Ég er ekki skemmtikraftur, ég get alveg verið fyndin, en ég er ekkert að fara gera þetta“, segir Helga sem hóf feril sinn í uppistandi árið 1998. En svo kom hugrekkið: „Ef Steinn Ármann, bekkjarbróðir minn úr Leiklistarskólanum, getur gert þetta, þá get ég gert þetta,“ segir Helga sem varð sextug í nóvember í viðtali í Ísland vaknar á K100.

Vill vera kurteis en þolir þetta ekki

Helga Braga segir margt fara í taugarnar á henni. 

„Ég er ekki „hater“. Það er ekkert sem ég hata eða neitt svoleiðis … auðvitað, eins og það gefur auga leið, hata ég ofbeldi. Sérstaklega á börnum og dýrum sem geta ekki borið hönd yfir höfuð sér. Og ókurteisi.

Svo er meira svona sem fer í taugarnar á mér. Þegar fólk potar í mig. Sérstaklega um borð í flugvél. Potar…Það er bannað, en fólk gerir það samt. Stundum get ég sagt: „Vinsamlegast ekki koma við mig.“ En það tók mig alveg langan tíma að fá kjark til að gera það. Af því að ég vil vera svo kurteis. En ekki pota.“ 

Helga Braga segir fólk, sérstaklega konur, fara yfir strikið þegar hún er við vinnu sína í skemmtanabransanum. 

„Af því ef karlmenn fara yfir strikið þá segir maður bara: Farðu! En sko, konur. Þær vildu kannski knúsa mig, og tóku mig þá gjarnan hálstaki. Vildu sýna mér hvað þær væru sterkar, eins og Gyða Sól, fara í karakter. En ég er kannski bara ofsalega fínn veislustjóri. Taka mig hálstaki af því að þær eru svo hressar.“ 

Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Kroppamynd með rauðri viðvörun

Vikan á Instagram – Kroppamynd með rauðri viðvörun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Við komum heim seinni partinn og síðan dó hún klukkan sjö um kvöldið“

„Við komum heim seinni partinn og síðan dó hún klukkan sjö um kvöldið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Swift ekki sátt og finnst hún notuð

Swift ekki sátt og finnst hún notuð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vilmundur segir að þúsundir Íslendinga séu líklega veikir án þess að vita það – Bendir á vöru sem má finna á nánast öllum heimilum

Vilmundur segir að þúsundir Íslendinga séu líklega veikir án þess að vita það – Bendir á vöru sem má finna á nánast öllum heimilum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir Biöncu Censori rýfur þögnina um skandal dóttur sinnar

Móðir Biöncu Censori rýfur þögnina um skandal dóttur sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni

Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni