Eins og flestir vita þá er febrúar mánuður ástarinnar og í tilefni af því hefur stefnumótaforritið Smitten sett í loftið herferð sem snýst um að fólk einblíni á að elska sig fyrst.
„Í febrúar er mikið um auglýsingar sem snúast að Valentínusardeginum. Við hjá Smitten viljum minna fólk á að það er jafn mikilvægt, ef ekki mikilvægara að elska sjálfan sig áður en maður deilir ástinni með öðrum,“ segir Unnur, markaðssérfræðingur hjá Smitten.
Í tilefni herferðarinnar verður einstakur Galentines viðburður í Blush þann 13. febrúar í samstarfi með Smitten. Það verður nóg um að vera en Sigga Kling verður á svæðinu og spáir um framtíðar ástina, DJ Anna María heldur uppi stuðinu og hið vinsæla Dildókast verður að sjálfsögðu á staðnum. Þar að auki verður boðið uppá fljótandi veitingar og hægt að freista gæfunnar í lukkuhóli. Smitten verður einnig á svæðinu og hver veit nema nokkrar heppnar fái glæsilegan Smitten varning og ráð um hvernig er hægt að nýta appið til fulls.
Þetta er viðburður sem engin gella vill missa af, heyrið í vinkonum, mömmum, ömmum og frænkum og kíkið við í Blush og haldið upp á Galentines daginn saman.