fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Birki ráðlagt að fara alls ekki í viðtal hjá Gunnari

Fókus
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Í nýjasta þætti Alkasts Þvottahússins er engin annar en metalhausinn, veganinn, feministinn, samgönguhjólarinn og faðirinn Birkir Fjalar Viðarson.

Birkir er og hefur alltaf verið mikil áhugamaður um rokktónlist og segir hann í viðtalinu að rokkið hafi í raun haldið honum á jörðinni í gegnum hina ýmsu öldudali sem lífið hefur upp á að bjóða. Hann heldur sjálfur út útvarps- og hlaðvarpsþætti sem heita Stokkið í eldinn þar sem þungarokkið er rætt og skilgreint niður minnstu eindir.

Birkir er mikill eldmóðsmaður og tekur hlutverk sín og skyldur mjög alvarlega og kemur það best fram í hlutverki hans sem faðir þriggja barna. Hann segir það svo mikið verkefni fyrir sig að mynda þessi nauðsynlegu tengsl við börnin sín og gefa sig algjörlega í því ferli. Hann vill meina að allt annað falli á undan tíma og samneyti með börnunum sínum og gerir sér grein fyrir að ef ekki er haldið rétt á spilinum í þessum málum geti maður sitið uppi með sárt ennið þjakaður af skömm og sektarkennd.

Þetta viðtal breytist fljótt í eins frjálslegt samtal og hugsast getur. Gunnar, annar þáttarstjórnandinn hafði aldrei hitt Birkir áður og vissu þeir ekkert um hvorn annan fyrir utan að Birkir segir að honum hafi verið ráðlagt að fara ekki í viðtal í Þvottahúsið sökum þess hve mikill hatari Gunnar væri í garð feminisma og transfólks. Gunnari hafði verið lýst fyrir honum sem manni mikilla og ljótra skoðana. Út frá því spannst samtal sem er svo hollt að hafa meðal manneskja með ólík viðhorf til hinna og þessara póla samfélagsins.

Í viðtalinu var svo farið yfir mjög víðan völl og var sem þáttarstjórnendur og viðmælandi hreinlega gleymdu að bæði hljóðnemar og myndavélar hvíldu á þeim. Guð og trú, draugsögur, kapitalismi og framtíð mannsins, geimverur og heilagt bandalag allra samfélaga okkar vetrarbrauta var rætt í þaula og ef myndavélarnar hefðu ekki klárað rafhlöðurnar hefðu viðtalið eflaust dregist langt fram á nótt, svo mikill var galsinn, tengingin og rökræðurnar.

Þennan magnaða þátt við Birkir má sjá og heyra í fullri lengd hér á spilaranum fyrir neðan ásamt að alla þætti Þvottahússins má nálgast á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“