fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fókus

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Fókus
Mánudaginn 10. febrúar 2025 09:06

Margrét Kjartansdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Kjartansdóttir er kona á 77. aldursári sem hefur upplifað ýmislegt. Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Margrét er elst fjögurra systra og var alltaf með ákveðna hugmynd um hvernig lífið ætti að vera. „Ég ætlaði að giftast og eignast börn. Ég suðaði í langan tíma um systkini svo varð mamma ófrísk af systur minni þegar ég var átta ára. Þegar hún kom svo með hana heim og inn í þeirra herbergi varð ég voðalega sár, ég hélt hún væri að gera þetta fyrir mig,“ segir Margrét.

Þetta gefur ýmsar vísbendingar um framtíðarsýn Margrétar og viljann til að verða móðir. Tímarnir voru öðruvísi og á þessum árum voru konur heima að hugsa um börnin og menn úti að vinna.

Missti föður sinn

Þegar Margrét var fimmtán ára var faðir hennar bráðkvaddur og var það mikið áfall, þau voru afar náin.

„Ég varð ósjálfrátt sú sem fór að bera ábyrgð, enda elst. Mamma fór að drekka mikið til að flýja sína sorg,“ segir hún.

Átján ára gömul giftist hún strák sem var sætur og skemmtilegur. „Ég giftist um leið og ég gat. Við vorum gift í sex ár en ég gat ekki orðið ófrísk,“ segir hún og bætir við að það hafi verið mikil sorg.

Skildi og giftist aftur

Maðurinn sem Margrét giftist var alkóhólisti, þó það hafi ekki verið kallað það í þá daga. Þau skildu og stuttu síðar fór hún inn í nýtt samband með manni sem var, að hennar sögn, djammari og kvennagull.

„Ég fór inn í það samband og hafa gaman, djamma og ekki vera sú sem þurfti að passa upp á makann sinn, eins og í fyrra hjónabandi,“ segir hún.

Var illa svikin

Margrét var svikin í viðskiptum og hún, verandi mikil prinsipp manneskja, stóð alltaf við sínar greiðslur, sem kom í hausinn á henni í nokkrum tilfellum.

„Ég fann fyrir svo mikilli skömm að ég fór að drekka, flúði bara mína vanlíðan í áfengi þar til ég gafst upp á endanum og fór á Vog og Sogn. Ég var eins og svampur, sogaði í mig alla þekkingu og trúði þá að ég væri með ólæknandi sjúkdóm,“ segir hún.

Í dag trúir hún ekki á sjúkdóminn heldur að hún sjálf beri ábyrgð á eigin lífi og vellíðan.

Varð á vegi narsissista í Flórída

Margrét segir frá áfalli sem hún lenti í á Flórída þar sem hún bjó en þar varð hún á vegi tveggja svikakvenda sem höfðu af henni mikið fé.

Hún byrjar að ræða þetta á mínútu 1:04:00 og segir frá því hvernig hún kynntist tveimur yngri konum og náðu þær allar vel saman. Vinkonurnar báðu um lán og hikaði Margrét ekki við að veita þeim það með því að veðsetja íbúðina sína, en hún segir að henni hefði aldrei dottið í hug að þær myndu svíkja hana. En því miður var það ekki raunin. Margrét missti íbúðina sína.  „Ég var gjörsamlega lömuð af sorg,“ segir hún.

„Ég get ekki verið reið yfir þessu þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt, vegna þess sem á eftir kom,“ segir hún.

Margrét fór til Indlands og var þar meira og minna í sex ár og eignaðist í raun nýtt líf sem hún segir frá í þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þetta er símtal sem ég myndi ekki vilja óska neinum að fá“

„Þetta er símtal sem ég myndi ekki vilja óska neinum að fá“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir kannabis geta mætt skorti á blóðvökva

Segir kannabis geta mætt skorti á blóðvökva