fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fókus

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 1. febrúar 2025 10:30

Mynd: Sverrir Páll Snorrason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2000 varð tónlistarmaðurinn Stefán Jakobsson fyrir grófri líkamsárás. Hann var einn á móti tólf gerendum og hafði árásin mikil áhrif á hann, bæði líkamlega og andlega.

Stefán, eða Stebbi JAK eins og flestir þekkja hann, er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Í spilaranum hér að neðan segir Stefán frá árásinni, afleiðingum hennar og eftirmálum. Brotið er hluti af nýjasta þætti Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

„Ég var þarna staddur með nokkrum vinum mínum í rólegheitum á skemmtistað á Akureyri. Án þess að ég fari eitthvað út í framvindu mála beint þá lendi ég einhvern veginn á milli í einhverju sem ég vissi ekki af, það var fólk þarna sem tengdist, því sem við getum kallað „undirheimar Akureyrar,“ […] og það var þá einhver misskilningur,“ segir Stefán, sem hefur sjálfur aldrei snert fíkniefni.

„Ég var kallaður Villi og það var alls konar einhver þvæla sem ég ekki skildi og fólk þá í ástandi sem ég heldur ekki skildi.“

Þetta endaði með að Stefán lenti undir árásarmönnunum. „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert. Ég kom út úr þessu með brotið nef og allur krambúleraður á hausnum. Ég var með flott hælaskófar á enninu.“

Stefán Jakobsson er að taka þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins 2025. Mynd: RÚV/Ragnar Visage.

Sífellt á flótta

En þar með var málinu ekki lokið, martröðin var rétt að byrja en árásarmennirnir héldu áfram að níðast á Stefáni, hóta honum öllu illu og var hann sífellt á flótta.

„Svo fylgdi þessu í kjölfarið frekari hótanir um frekari meiðingar og meira ofbeldi, mjög gróft,“ segir hann.

„Það var alveg á rauða svæðinu hvað þetta var gróft. Ég labbaði um á þessum tíma meira og minna með hettu á hausnum svo ég sæist í raun og veru ekki. Ég fór ekki í hraðbanka, ég fór ekki inn á lítil kaffihús sem voru með einn inngang. Það er ekki langt síðan að ég hætti því að sitja þannig staðsettur á svoleiðis stöðum að ég sé innganginn og ég veit um aðra leið út. Alls konar sem byggðist upp, ég var með alls konar leiðir til að geta komið mér út úr aðstæðum þar sem ég gæti lent fyrir frekari árás, því það var það sem var að gerast. Ég hef oft sagt að það sem hefur bjargað mér oftast voru strigaskórnir mínir. Ég var í góðu hlaupaformi, ég var í unglingalandsliðinu í hlaupi, ég gat bjargað mér þar, þar hafði ég engar áhyggjur.“

Aðspurður hvort það hafi komið til þess að hann hafi þurft að hlaupa burt frá árásarmönnunum segir Stefán: „Já, það voru mörg skipti.“

Svo leið tíminn og Stefán flutti suður. „Að hluta til til að skipta um umhverfi því Akureyri er bara of  lítill bær. Þú rekst á alla,“ segir hann.

„Þetta gleymist aldrei alveg, þetta er alltaf þarna í skuggasvæði í heilanum og stundum dreymir manni einhverja hræðilega hluti […] Þetta kemur upp í hinum og þessum samtölum og engin úrvinnsla á þeim tíma. Ég áttaði mig ekki á því að þetta hafði haft þessi djúpu áhrif á mig, þegar maður er tvítugur þá er maður ekkert að spá í þessu.“

Ákvað að fyrirgefa eftir seinni aðgerðina

Mörgum árum seinna áttaði Stefán sig á því að hann þyrfti faglega aðstoð til að vinna úr þessu. „Svo var ég líka reglulega að sjá nöfnin á sumum af þessum aðilum í fjölmiðlum sem grefur þetta upp aftur og manni líður eins og einhver er bara kominn í garðinn, alltaf nojaður,“ segir hann.

Stefán þurfti að fara í tvær aðgerðir á nefinu vegna árásarinnar.

„[Eftir seinni aðgerðina] ákvað ég að í mínu höfði ætlaði ég að fyrirgefa öllu þessu fólki, hvar sem þau eru. Sem var alveg ákveðið skref,“ segir hann og segir frá því hvernig hann fékk í kjölfarið skilaboð frá einni konu sem var hluti af árásarhópnum.

Hann segir frá því og ræðir nánar um árásina og áhrif hennar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgstu með Stefáni á InstagramFacebook og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna
Fókus
Í gær

Fræðsluskot Óla tölvu: Sjáðu hvernig gervigreindin breytir texta í glærukynningu

Fræðsluskot Óla tölvu: Sjáðu hvernig gervigreindin breytir texta í glærukynningu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna María reyndi að vara við geranda litlu frænku sinnar – „En enginn hlustaði“ og þolendur urðu fleiri

Anna María reyndi að vara við geranda litlu frænku sinnar – „En enginn hlustaði“ og þolendur urðu fleiri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægir karlmenn sögðu óviðeigandi hluti um brjóst hennar og allir hlógu

Frægir karlmenn sögðu óviðeigandi hluti um brjóst hennar og allir hlógu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjustu Íslandsvinirnir eru dansandi Londonfjölskyldan – Hálf milljón áhorfa á fyrsta myndbandið

Nýjustu Íslandsvinirnir eru dansandi Londonfjölskyldan – Hálf milljón áhorfa á fyrsta myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Hide picture