Justin Baldoni, leikstjóri og leikari, svarar ásökunum mótleikkonu sinnar Blake Lively og segir hana hafa beitt sig einelti og ofbeldi viðtökur á kvikmyndinni This Ends With Us.
„Við höfum sannanir um eineltismynstur,“ segir lögmaður Baldoni, Bryan Freedman, sem segir í yfirlýsingu sem hann sendi People að Lively hafi einnig „hótað að yfirtaka“ kvikmyndina.
Greint var frá því í bandarískum fjölmiðlum fyrir áramót að Lively hefði kært Baldoni yrir kynferðislega áreitni. Segir hún Baldoni meðal annars hafa sýnt henni nektarmyndir af öðrum konum og talað við hana um klámfíkn sína. Lively beindi kæru sinni einnig að fleiri aðilum, þar á meðal framleiðslufélagi Baldoni og kynningaraðilum.
Sjá einnig: Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Freedman segir í yfirlýsingu sinni: „Það er sársaukafullt og kaldhæðnislegt að Blake Lively sakar Justin Baldoni um að hafa beitt fjölmiðlum gegn sér þegar staðreyndin er sú að hennar eigið lið. skipulagði þessa grimmu árás með því að senda The New York Times gróflega breytt skjöl áður en kæra hennar var lögð fram.
Við erum að leggja fram öll sönnunargögn sem munu sýna mynstur eineltis og hótana hennar um að taka yfir myndina,“ bætir Freedman við og segir: „Ekkert af þessu mun koma á óvart því í samræmi við fyrri hegðun hennar notaði Blake Lively annað fólk til að miðla þessum hótunum sínum og beitti einelti til að fá það sem hún vildi. Við höfum allar sannanir og fleira.“
Mánudaginn 6. janúar sagði lögfræðiteymi Lively að „alvarlegar fullyrðingar hennar um kynferðislega áreitni og hefndaraðgerðir,“ sem greint var frá þann 20. desember 2024, væru „studdar af áþreifanlegum staðreyndum“.
„Þetta eru ekki „deilur“ sem stafa af „skapandi ágreiningi“ eða „hann sagði/hún sagði“ aðstæðum,“ segir í yfirlýsingu lögfræðinga hennar. „Eins og fullyrt er í kvörtun fröken Lively, og eins og við munum sanna í málaferlum, stunduðu Wayfarer [Studios] og félagar þess ólöglega, hefndaraðgerðir gegn frú Lively fyrir einfaldlega að reyna að vernda sig og aðra á kvikmyndasetti. Og viðbrögð þeirra við málsókninni hafa verið að hefja fleiri árásir á fröken Lively síðan hún lagði fram kæruna.
Kynferðisleg áreitni og hefndaraðgerðir eru ólöglegar á öllum vinnustöðum og í öllum atvinnugreinum. Sígild aðferð til að draga athyglina frá ásökunum um misferli af þessu tagi er að „kenna fórnarlambinu um“ með því að gefa í skyn að þeir hafi boðið upp á hegðunina, komið henni á framfæri, misskilið fyrirætlanirnar eða jafnvel logið,“ skrifuðu lögmenn Lively. „Önnur klassísk aðferð er að snúa við fórnarlambinu og brotaþola og gefa til kynna að brotamaðurinn sé í raun fórnarlambið. Þessi hugtök staðla og gera lítið úr ásökunum um alvarlegt misferli. Það sem skiptir mestu máli er að fjölmiðlayfirlýsingar eru ekki vörn gegn lagalegum kröfum fröken Lively. Við munum halda áfram að sækja kröfur hennar fyrir alríkisdómstól, þar sem dómari ákveður hver sigrar, ekki ofsagnir og hótanir.“
Í fyrstu kæru sinni hélt Lively því fram að Baldoni – sem leikstýrði, framleiddi og lék aðalhlutverk á móti henni í It Ends with Us – hafi sýnt „truflandi“ og „ófagmannlega“ hegðun sem leiddi til „fjandsamlegs vinnuumhverfis“.
Kvörtun leikkonunnar felur í sér ásakanir um að Baldoni og annar framleiðandi hafikomið óboðnir inn til hennar á meðan hún var afklædd eða „viðkvæm,“ segir hún Baldoni „skyndilega“ hafa þrýst á hana til að „líkja eftir fullri nekt“ í fæðingarsenu og „sýnt líkamlega nánd sem hafði ekki verið æfð eða rætt við fröken Lively, án þess að nándarþjálfi myndarinnar væri viðstaddur.“
Þann 31. desember höfðaði Baldoni einnig 250 milljón dala mál gegn The New York Times vegna greinar blaðsins 21. desember um kvörtun Lively, þar sem hann sagði að það væri leikkonan „sem stæði í ófrægingarherferð gegn honum“.
Í fyrri yfirlýsingu sinni hélt Freedman því fram að kvörtun Lively hafi verið lögð fram til að „laga neikvæðan orðstír hennar“. Lögmaðurinn hefur einnig kallað kröfur hennar rangar, svívirðilegar og vísvitandi hallærislegar.