Undanfarna mánuði hefur verið hávær orðrómur á kreiki um að þau séu saman, en ekki nóg með það þá á hann að hafa haldið framhjá fyrrverandi eiginkonu sinni, Deborru-Lee Furness, með Foster.
Leiðir Jackman og Furness skildu í september 2023 eftir 27 ára hjónaband. Furness hefur ekki tjáð sig um meint framhjáhald en vinkona hennar virtist staðfesta orðróminn í nóvember í fyrra.
Í lok október síðastliðnum var greint frá því að Sutton Foster hafði sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, handritshöfundinum Ted Griffin, eftir tíu ára hjónaband.
Sagt var að hún væri að slá sér upp með Jackman, en þau léku bæði í Broadway-sýningunni The Music Man, frá desember 2021 til janúar 2023.
En hvorki Jackman né Foster vildu staðfesta sambandið, þar til nú. Það mætti segja að þau hafi „staðfest“ það með því að hætta að leyna sambandinu. Þau voru mynduð haldast í hendur á stefnumóti í Santa Monica í Kaliforníu í gær. People birti myndirnar.
HUGH JACKMAN SUTTON FOSTER HARD LAUNCH THIS IS LIKE FIFTY NINE ELEVENS pic.twitter.com/6QgtARjPq2
— cobra (@kittypoolverine) January 7, 2025
Sjá einnig: Hugh Jackman í hringiðu framhjáhaldsskandals – Vinkona fyrrverandi leysir frá skjóðunni
Eins og sjá má hér að neðan þá hafa fréttirnar vakið mikla athygli.
HUGH JACKMAN SUTTON FOSTER HARD LAUNCH THIS IS LIKE FIFTY NINE ELEVENS pic.twitter.com/6QgtARjPq2
— cobra (@kittypoolverine) January 7, 2025
NAH NAH NAG WDYM HUGH JACKMAN AND SUTTON FOSTER SUDDENLY HARD LAUNCHED… IT’S OVERRRR….. I’M HEARTBROKEN.. UXIHHEJXHDJHDJXHDJDDHHDJ
— zee 𓆩ᥫ᭡𓆪 ᵕ̈ (@xielesy) January 7, 2025