fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Reif þakkarræðuna þegar komst að því að hún hafði ekki unnið – Sjáðu myndbandið

Fókus
Mánudaginn 6. janúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Kathy Bates var tilnefnd sem besta leikkonan í flokki dramaþátta á Golden Globes-verðlaunahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi.

Bates, sem er orðin 76 ára, var tilnefnd fyrir CBS-þættina Matlock en því miður hlaut hún ekki náð fyrir augum dómnefndar og féllu verðlaunin í skaut Önnu Sawai sem sló í gegn í þáttunum Shogun.

Sjónvarpsmyndavélarnar voru á þeim sex leikkonum sem tilnefndar voru og vöktu viðbrögð Bates athygli margra þegar í ljós kom að Anna Sawai fengi verðlaunin.

Hún brosti kaldhæðnislega og reif þakkarræðu sem hún hafði augljóslega undirbúið ef ske kynni að hún fengi verðlaunin.

Kathy Bates hefur sjálf gefið til kynna að hún muni hætta í leiklist þegar Matlock þættirnir ljúka göngu sinni en um er að ræða endurgerð á hinum vinsælu þáttum sem sýndir voru á árunum 1986 til 1995.

Kathy getur huggað sig við það að hún hefur unnið til fjölda verðlauna á farsælum ferli sínum, þar á meðal Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki en þau verðlaun fékk hún fyrir myndina Misery árið 1991.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erla klessti á vegg og lærði mikilvæga lexíu

Erla klessti á vegg og lærði mikilvæga lexíu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”