Temu er kínverskur netverslunarrisi þar sem er hægt að kaupa ótrúlegustu hluti. Fyrirtækið hefur verið mikið til umræðu undanfarið og hefur til að mynda Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hvatt landsmenn til að gæta varúðar við kaup á vörum frá fyrirtækinu.
Whitney pantaði, eða svo hélt hún, bleika satín slaufu til að hengja á hurð. En hún pantaði ekki slaufu, heldur gluggatjald með mynd af hurð með umræddri slaufu.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
@whitkashCount your days Temu♬ original sound – Whitney Ashmore
„Þetta er gluggatjald, með mynd af hurð! Hvað í ósköpunum… hver þarf á þessu að halda?“ sagði Whitney.
Hún sagði að þetta hafi aðeins kosað fimm dollara, eða 700 krónur.
Myndbandið hefur slegið í gegn hjá netverjum og hefur fengið um 16 milljónir í áhorf.
Mörgum þótti þetta stórkostlega fyndið og voru einmitt að velta fyrir sér því sama og Whitney, hverjum langar í svona gluggatjald? En aðrir sögðu þetta Whitney að kenna, en ekki Temu.
„Lastu lýsinguna á vörunni?“ spurði einn. „Sýndu okkur vörulýsinguna,“ sagði annar.