fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Egill Þór er látinn fyrir aldur fram – Söfnun fyrir ung börn hans – „Vinur sem var alltaf hægt að leita til“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. janúar 2025 12:30

Egill Þór Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eg­ill Þór Jóns­son, teym­is­stjóri á vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar og fyrrverandi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, lést á Land­spít­al­an­um við Hring­braut, í návist fjöl­skyldu sinn­ar og vina, að kvöldi föstu­dags­ins 20. des­em­ber. Eg­ill Þór var 34 ára gamall og glímdi undanfarin ár við krabbamein.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Eg­ils Þórs er Inga María Hlíðar Thor­stein­son, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og ljós­móðir. Börn þeirra eru Sig­ur­dís, þriggja ára, og Aron Trausti, fimm ára.

Egill Þór verður jarðsunginn miðvikudaginn 8. janúar kl. 13 í Grafarvogskirkju.

Söfnun fyrir ung börn Egils Þórs

Söfnun hefur nú verið sett af stað til styrktar börnum hans og má finna reikningsnúmer hér neðar.

„Það er einlægur vilji okkar sem elskum Egil að hjálpa til og styðja fallegu fjölskylduna hans. Egill var mikill fjölskyldumaður og elskaði ekkert heitar en börnin sín og föðurhlutverkið. Hann passaði m.a. alltaf að leggja fyrir með framtíð þeirra í huga.

Til að styðja fjölskylduna í þessum mikla sársauka hefur verið ákveðið að hefja söfnun til að létta undir með þeim og tryggja framtíð þeirra og þann stuðning sem þau munu þurfa,“

segir í færslu um söfnunina sem Jónína Sigurðardóttir stendur fyrir.

„Við Egill kynntumst í Vöku þegar hann var formaður og bað mig um að taka þátt í starfinu veturinn 2015, eftir það myndaðist á milli okkar mikil og sterk vináttubönd,“ segir Jónína í samtali við DV.

„Egill tók öllum eins og þeir voru, það skipti ekki máli hver maður var, hvaðan maður kom en það skipti hann alltaf máli hvert maður var að fara. Egill vildi fyrst og fremst standa með fólki og hann gerði allt það sem í hans valdi stóð til þess. Egill var vinur sem var alltaf hægt að leita til. Hann hlustaði alltaf af alúð og var manns helsti stuðningsmaður með óbilandi trú á að ef maður vildi þá gæti maður sigrað heiminn.“

Þeir sem hafa tök á að styrkja við söfnunina geta lagt inn á neðangreindan reikning sem er á nafni Ingu Maríu eftirlifandi eiginkonu Egils Þórs:

Reikningur: 0123-15-191262
Kennitala: 020891-3279

Opinskár um veikindin í viðtölum

Egill Þór steig fram í viðtölum árið 2022, bæði hjá DV og í blaði Krafts, og sagði frá því hvernig líf hans gjörbreyttist þegar hann greindist með stóreitilfrumukrabbamein árið 2021 og við tók heljarinnar meðferð. Sumarið 2023 var hann aftur í viðtali við Kraft.  Í lok ágúst í fyrra greindi hann frá því að hann hefði greinst með MDS/MPV (mergmisþroski/mergofvöxtur). MDS er forstig hvítblæðis og sagði hann ferli hafið að finna merggjafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“