fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 5. janúar 2025 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg setja sér áramótaheit þess efnis að verða besta útgáfan af sjálfum sér á nýju ári. Að borða hollar, hreyfa sig, og jafnvel að finna ástina eru allt góð og gild markmið sem fylgja nýju ári. Af sömu ástæðu og líkamsræktin fyllist af fólki í byrjun janúar, má greina mikla virkni í janúar á stefnumótaforritum, eins og Smitten.

„Almennt sjáum við mesta virkni á sunnudögum, en fyrsti sunnudagurinn á nýju ári er sturlaður á Smitten. Notendur skoða sex sinnum fleiri prófíla en á hefðbundnum degi, fá þrisvar sinnum fleiri „mötch“ og fjöldi nýrra notenda tvöfaldast. Í vikurnar á eftir sjáum við svo um 35 prósent aukningu notenda sem afskrá sig vegna þess að þau hafa fundið ástina,“ segir Ásgeir Vísir, meðstofnandi og vörustjóri Smitten.

Ásgeir Vísir, meðstofnandi og vörustjóri Smitten.

Dagana og vikurnar fram að jólum er fólk oft mjög upptekið í vinnu, jólaprófum og að undirbúa jólin, og ver meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Því gefst oft lítill tími til þess að sinna ástarlífinu á þessum tíma. „Við gáfum út Smitten fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Mér finnst heillandi hvað þetta er orðið fyrirsjáanlegt trend. Þetta er ekki bara á Smitten, heldur virðast öll stefnumóta-öpp finna fyrir þessu. Það er eins og öll hjörtu slái í takt og við leyfum okkur, sem mannkyn, að vona að bráðum komi betri tíð,” segir Ásgeir.

Fólk byrjar af krafti, en fæst nýársheit endast lengi vegna þess að fólk setur sér of stór markmið án þess að brjóta þau niður.

„Fyrir ástleitna á nýju ári myndi ég leggja til að búa til prófíl á Smitten í janúar og benda núverandi notendum á að uppfæra sinn prófíl ef þess þarf. Ítarlegur prófíll með að minnsta kosti fimm myndum er lykillinn að því að fá „mötch“, en það sem mörg fatta ekki er að skemmtilegur prófíll gerir öðrum auðveldara að byrja og viðhalda spjalli,” segir Ásgeir að lokum.

Smitten er með meira en 2 milljónir notenda og er aðgengilegt iPhone og Android notendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla klessti á vegg og lærði mikilvæga lexíu

Erla klessti á vegg og lærði mikilvæga lexíu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki