fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fókus

Fólk er að taka eftir nýrri aukaverkun – Kvarta yfir „Ozempic rassinum“

Fókus
Föstudaginn 31. janúar 2025 11:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk hefur verið að taka eftir nýrri aukaverkun af þyngdarstjórnunarlyfjum á borð við Ozempic og Wegovy sem hefur fengið viðurnefnið: „Ozempic rass.“

Ozempic var þróað sem lyf í baráttu gegn sykursýki en hefur reynst byltingarkennt sem megrunarlyf.

Fólk sem notar lyfið er oft að grennast hratt og mikið. Í fyrra var greint frá því að einhverjir hafa þurft að leita til lýtalækna til að vinna gegn því sem er kallað „Ozempic andlitið.“

Sjá einnig: Lýtalæknar græða á aukaverkun vinsæla megrunarlyfsins – Þetta er „Ozempic andlitið“

Nú er fólk byrjað að tala um „Ozempic rassinn“ en það er sama sagan og með andlitið, fólk er að grennast svo hratt að húðin nær ekki að dragast saman og er mjúk og laus.

Jess Loren, 39 ára, er ein þeirra sem hefur tekið eftir þessum breytingum í líkama sínum. Hún hefur misst 34 kíló á Ozempic.

„Pabbi sagði við mig: „Þú ert ekki lengur með rass,““ sagði hún við New York Post.

„Ég hef farið að máta sundföt og ég er bara með draugarass eða það sem fólk er að kalla „Ozempic rass.““

Þess vegna gerist þetta

Samkvæmt Cadogan lýtalæknastofunni í London gerist þetta þegar húðin nær ekki að dragast saman aftur og verður því „slöpp og laus.“

„Eitt af svæðunum sem fólk finnur mest fyrir þessu er í kringum rassinn. Það er vegna þess að það er mikil fita í rasskinnunum og svo getur þetta aukist þegar vöðvarnir rýrna, en rassvöðvarnir eru stærstu vöðvar líkamans.“

En Ozempic er svo sem ekki sökudólgurinn heldur hraðinn á þyngdartapinu, en þessi svokallaða „aukaverkun“ hefur þó verið að vekja mikla athygli og hafa bæði Healthline og WebMD fjallað um „Ozempic rassinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt