fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fókus

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök

Fókus
Föstudaginn 31. janúar 2025 09:29

Hillary varar fólk við.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er best að hafa varan á, eða svo segir Hillary Nguyen sem hvetur fólk til að þrífa allan búnað vel áður en það byrjar æfinguna.

Hún fer í ræktina nánast á hverjum degi og er heilsuhraust, en skyndilega byrjaði hún að missa hárið. Henni hefði aldrei dottið í hug að það væri vegna æfinga hennar, en orsökin var óhreinn búnaður. Hillary vakti athygli á málinu á TikTok og sagðist vilja vara annað fólk við og sagði að það væri mun algengara en fólk heldur að ræktarbúnaður sé ekki þrifinn almennilega.

Hillary leitaði til læknis sem sagði hana vera með sveppasýkingu sem getur valdið kláða og útbrotum og að hún hafi líklega smitast frá óhreinum búnaði í ræktinni.

„Við stelpurnar erum alltaf að færa hárið okkar frá andlitinu eða snerta það með skítuga putta, ef búnaðurinn er óhreinn þá fara óhreinindin í hárið og hársvörðinn sem getur orsakað þetta,“ sagði Hillary.

Hillary byrjaði að missa hárið, þarna má sjá skallablettinn.

Hún ákvað að segja sögu sína og vara aðra við, þar sem hún hafði ekki hugmynd um að þetta væri möguleiki.

„Þrífðu allan búnað vel áður en þú byrjar æfinguna,“ sagði hún.

Í flestum líkamsræktarstöðvum eru tuskur og spreybrúsar til að þrífa búnaðinn, bæði fyrir og eftir að þú notar hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin
Fókus
Fyrir 3 dögum

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með