fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

Frægir karlmenn sögðu óviðeigandi hluti um brjóst hennar og allir hlógu

Fókus
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 09:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jennifer Love Hewitt var álitin sem kyntákn áður en hún vissi sjálf hvað það þýddi. Hún rifjar upp, í hlaðvarpinu Mayim Bialik‘s Breakdown, hvernig það var að vera kyngerð sem unglingur og þegar fullorðnir karlmenn komu með óviðeigandi athugasemdir um brjóst hennar. En það gerðist mjög oft, meira að segja fyrir allra augum. Hún segist ekki álasa neinum fyrir ummælin og segir að þetta hafi verið menningin á þessum tíma.

„Það voru fullorðnir menn að tala um brjóstin mín við mig þegar ég var sextán ára gömul í spjallþáttum, fólki fannst þetta fyndið og hló. Þetta var bara menning sem var samþykkt, en þegar þú berð hana saman við menninguna í dag þá er alveg svakalegur munur,“ segir hún.

Jennifer segir einnig að það hafi verið mjög óþægilegt þegar ókunnugir fullorðnir karlmenn komu upp að henni og sögðu alls konar kynferðislega og óviðeigandi hluti við hana um forsíðumyndina af henni á tímaritinu Maxim árið 1999, hún var þá sautján ára.

„Fólk bara kom að mér og sagði: „Ég tók tímaritið með mér í ferðalag síðustu helgi,“ segir Jennifer og viðurkennir að hún hafi hlegið, án þess að vita af hverju hún var að hlæja.

„Ég skildi ekki hvað þeir áttu við, þetta var frekar ógeðslegt.“

Jennifer Love Hewitt and Freddie Prinze Jr. in "I Know What You Did Last Summer"
Jennifer Love Hewitt og Freddie Prinze Jr. í kvikmyndinni „I Know What You Did Last Summer“

Leikkonan segir að þetta hafi versnað og bara orðið „venjulegt“ að brjóst hennar væru umræðuefni eftir að hún lék í kvikmyndinni „I Know What You Did Last Summer“.

„Þegar myndin kom út sögðu allir: „Ó, ég veit hvað brjóstin þín gerðu síðasta sumar,“ og það var brandarinn. Og aftur hlógu allir, þannig ég hló, þetta átti greinilega að vera fyndið. Ég var ekki alveg að meðtaka að þetta væri fullorðinn karlmaður að tala um brjóstin mín í sjónvarpinu.“

Jennifer segir að það hafi verið ótrúlega sárt að fólk hafi talað um brjóst hennar í stað þess að tala um leik hennar í myndinni, en hún lagði sig alla fram við hlutverkið og fannst leiðinlegt að fólk einblíndi frekar á barm hennar en hæfileika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þyngdist og léttist um 28 kíló fyrir hlutverk – Sjáðu muninn á honum

Þyngdist og léttist um 28 kíló fyrir hlutverk – Sjáðu muninn á honum