fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Fókus
Föstudaginn 3. janúar 2025 10:39

Sirrý Arnardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sirrý Arnardóttir, fjölmiðlakona og stjórnendaþjálfari segir lífsreynsluna hafa hjálpað sér að verða sama um álit annarra og finna eigin kjarna. Sirrý, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist elska að vinna við að valdefla fólk og það sé fátt fallegra en að sjá fólk tengjast sínu innra ljósi eftir erfiðleika.

„Það kemur með lífsreynslunni að manni fer að verða meira sama um álit annarra og þorir að verða maður sjálfur. Ég hef lengi unnið við að valdefla fólk og hjálpa fólki með sjálfsöryggi og hafa trú á sjálfu sér. Í þeim störfum sé ég að því meira sem fólk þorir að fara alveg inn í kjarnann og verða raunverulega það sjálft, því sterkara verður það. Þetta hljómar kannski klisjukennt, en svoleiðis er það bara. Það eru margar leiðir til að finna sinn innri kjarna, en ég trúi því að við höfum öll innra ljós og þegar okkur tekst að tendra okkar innri neista njótum við miklu meiri velgengni. Fólk getur auðvitað verið í þeirri aðstöðu að ljósið sé orðið mjög lítið, hvort sem það er mikið þunglyndi, fátækt eða aðrir erfiðleikar, en það er alltaf hægt að kveikja ljósið aftur og ná vopnum sínum á ný,“ segir Sirrý, sem sjálf hefur farið í gegnum alls kyns hluti.

„Ég bjó hjá einstæðri móður og við vorum á leigumarkaði og fluttum mikið, þannig að ég þurfti svo oft að byrja að sanna mig upp á nýtt. Skipta um skóla og hverfi og í raun byrja aftur. Það gerði mig færa í að kynnast nýju fólki, en mér fannst stundum eins og ég passaði hvergi inn. En það má alveg snúa því við og segja að ef maður passar hvergi inn, passar maður í raun líka alls staðar inn og er ekki fastur inn í einhverju hólfi.“

Fékk hugrekki að segja upp vinnunni

Sirrý lýsir í þættinum tímabilinu þegar hún fann að allt fór að breytast hjá sér, eftir að henni tókst að finna sinn eigin kjarna og hugrekkið til að gera það sem hún vildi.

„Ég man áþreifanlega eftir því þegar það raunverulega kviknaði á innra ljósinu hjá mér, sem varð til þess að ég skrifaði bókina: „Laðaðu til þín það góða.“ Þetta byrjaði með því að ég var úti að labba í fæðingarorlofi og það var í raun allt gott í lífi mínu, en það var almennt mjög þungt yfir mér. Ég fór að hugsa hvernig stæði á því að ég væri með þetta yndislega barn og í raun væri allt gott í lífi mínu, en samt liði mér illa. Í kjölfarið fór ég að fara í mjög langar gönguferðir með barnavagninn og fór að temja mér að byrja að þakka fyrir. Það breyttist ekki allt á einum degi, en ég fór að stunda að fara í þessar þakklætisgöngur alla daga og smám saman breytti það mér. Ég komst að því að þakklæti er í raun rót velgengni, en ekki það að hamast eins og hamstur á hjóli. Svo fór ég að venja mig á að skrifa alltaf eftir þessar göngur og út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni.”

Samfélagsmiðlar

Í þættinum ræða Sölvi og Sirrý meðal annars um sjálfsöryggi og örugga tjáningu og það hvernig samfélagsmiðlar geta haft áhrif á þessa þætti.

„Maður setur auðvitað ekki mikið inn á samfélagsmiðla þegar maður er lasin og slappur eða líður ómögulega, enda held ég að fólki langi ekkert mikið að vera að sjá svoleiðis myndir af öðrum. Mér finnst hvetjandi að horfa á einhvern á fjallstindi eða einhvern sem er búinn að hjóla langt rjóður í kinnum. En við verðum samt að minna okkur reglulega á það að við erum bara að sjá örlítið brot af því sem er í gangi hjá fólki og líf viðkomandi er auðvitað ekkert alltaf svona. Fallegasta fólkið og fólk sem virðist alltaf vera að afreka eitthvað á líka sínar skuggahliðar og dimmu dali,“ segir Sirrý og heldur áfram:

„Það er gott að taka eitthvað hvetjandi úr því sem kemur frá öðrum á samfélagsmiðlum, en stöðugur samanburður við líf annarra gerir manni auðvitað ekki gott. Þó að ég bindi mikla trú við verkefnabundna hagkerfið, gervigreind og það sé frábært hvernig tækninni fleytir fram, er ekkert sem kemur í staðinn fyrir raunveruleg samskipti milli fólks. Við verðum að kunna að eiga samskipti og hitta annað fólk. Það er ekki nóg að gera allt bara í gegnum síma og öpp. Töfrarnir gerast þegar fólk kemur saman og á raunveruleg mannleg samskipti.”

Hægt er að nálgast viðtalið við Sirrý og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heilsumarkþjálfinn Erla með góð ráð fyrir þau sem vilja standa við áramótaheitin – „Það er gott að hafa þessi fimm atriði í huga“

Heilsumarkþjálfinn Erla með góð ráð fyrir þau sem vilja standa við áramótaheitin – „Það er gott að hafa þessi fimm atriði í huga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“