fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 3. janúar 2025 10:27

Mynd: GettyImages/Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín hertogaynja, eiginkona Vilhjálms Bretaprins, er góður kokkur og hefur ástríðu fyrir að elda hollan mat handa sér og fjölskyldunni.

Hún hefur áður deilt daglegu mataræði sínu með áhugasömum og borðar mikið af ferskum ávöxtum og grænmeti yfir daginn.

Breska fjölmiðlakonan Becky Pemberton ákvað að prófa að fylgja mataræði Katrínar í einn dag. Sumt þótti henni afbragð en annað ekki jafn ljúffengt, eins og þeytingurinn sem Katrín byrjar daginn sinn á.

Morgunmatur

Samkvæmt MailOnline byrjar Katrín daginn á hollum grænum þeyting. Hún setur grænkál, spirulinu (sem er tegund af þörungum), romaine salat, matcha (græn telauf), spínat, kóríander og bláber í blandara.

Það er óhætt að segja að Becky hafi ekki verið aðdáandi. „Hann smakkaðist ekki jafn illa og hann leit út fyrir að vera, en þetta var samt ekki eitthvað sem ég myndi vilja drekka á hverjum degi og ég myndi seint kalla þeytinginn bragðgóðan,“ sagði hún.

„Næst mun ég frekar prófa aðra máltíð sem Katrín er sögð borða reglulega í morgunmat; hafragraut.“

Hádegismatur

Það hefur lengi verið vitað að Katrín elskar vatnsmelónusalat. Hún hefur borðað það í mörg ár en samkvæmt The Sun samanstendur það af:

1 avókadó

1 gúrka, skorin í bita

300 grömm af vatnsmelónu, skorin í bita

10 myntulauf

37,5 grömm af vegan fetaosti

2 matskeiðar af eplaediki

2 matskeiðar ólífuolíu

Salt, smakkað til

„Ég var fljót að búa salatið til, það tók ekki meira en tíu mínútur. Sniðugt fyrir fólk sem hefur nóg að gera,“ sagði Becky.

Hún sagði salatið hafa smakkast mjög vel og hún hafi verið fljót að borða það allt. „Eina sem ég myndi kvarta yfir er að ég var enn smá svöng eftir það, þannig ég fékk mér snarl eftir á.“

This was much more appealing and I'd eat it again
Becky að borða salatið.

Snarl

Katrín er sögð elska að grípa í svartar ólífur eða popp þegar hana langar í eitthvað snarl.

Hún borðar einnig ávexti, grænmeti og goji ber.

Kvöldmatur

„Katrín borðar venjulega karrí, pasta eða kjúkling í kvöldmat. Þannig ég bjó til indverskan korma kjúklingarétt,“ sagði Becky.

Í viðtali árið 2019 sagðist Katrín reglulega gera heimagert karrí fyrir fjölskylduna og sagði dóttur sína, Karlottu prinsessu, „höndla hitann ágætlega.“

Katrín hefur áður sagt í viðtölum að krakkar hennar elska pasta, eins og ostapasta, og hjálpa reglulega til í eldhúsinu.

Eftirréttur

Kokkurinn Rody Warot sagði við People að uppáhalds eftirréttur Katrínar er karamellubúðingur. Hún er sögð sérstaklega hrifin af rétti hjá Old Boot Inn í Standford Dingley í Berkshire.

„Ég fékk mér búðinginn og þetta var besta máltíð dagsins,“ sagði Becky.

„Fyrir utan þeytinginn þá var ég mjög hrifin af týpískum degi hjá Katrínu. Maturinn var hollur, litríkur og bragðgóður. Mér leið vel, ég var hvorki uppblásin né lúin eftir daginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heilsumarkþjálfinn Erla með góð ráð fyrir þau sem vilja standa við áramótaheitin – „Það er gott að hafa þessi fimm atriði í huga“

Heilsumarkþjálfinn Erla með góð ráð fyrir þau sem vilja standa við áramótaheitin – „Það er gott að hafa þessi fimm atriði í huga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“