Um er að ræða 347 fermetra hús með átta herbergjum, þar af fimm svefnherbergjum. Það eru tvö baðherbergi og þvottahús.
Ásett verð er 220 milljónir.
Húsið er staðsett í rólegum botnlanga með sex öðrum húsum.
Það er stutt í leikskóla, barnaskóla, grunnskóla, Víðistaðatún, Sundhöllina, skátaheimilið, út í náttúruna og niður á ströndina. Jafnframt er innan við 15 mínútna rölt niður í miðbæ Hafnarfjarðar.
Í fasteignaauglýsingunni kemur fram:
„Lóðin er skjólsæl og sólrík og hreint út sagt ævintýraleg á alla mælikvarða, hreint konfekt fyrir augun. Afstaða hússins er þannig að gríðarlega skjólsælt er á útivistarsvæði á suðvestur hlið hússins, mikið næði, mikil náttúra og mjög „prívat“.“
Það er einnig stór bíósalur með 3,2 fermetra breiðu sýningartjaldi. Við hlið þess er líkamsræktarsalur með búningsklefa, sturtum og saunu.
Það er hægt að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.