fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 3. janúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einbýlishús á einstökum stað í norðurbæ Hafnarfjarðar er til sölu. Ástæðan fyrir því að staðsetning eignarinnar er svona sérstök er að hún situr á þröskuldi náttúrunnar með klettaborgir á þrjá vegu umvafin hrauni og mosagróðri en er þó steinsnar frá skólum og allri þjónustu.

Um er að ræða 347 fermetra hús með átta herbergjum, þar af fimm svefnherbergjum. Það eru tvö baðherbergi og þvottahús.

Ásett verð er 220 milljónir.

Húsið er staðsett í rólegum botnlanga með sex öðrum húsum.

Það er stutt í leikskóla, barnaskóla, grunnskóla, Víðistaðatún, Sundhöllina, skátaheimilið, út í náttúruna og niður á ströndina. Jafnframt er innan við 15 mínútna rölt niður í miðbæ Hafnarfjarðar.

Í fasteignaauglýsingunni kemur fram:

„Lóðin er skjólsæl og sólrík og hreint út sagt ævintýraleg á alla mælikvarða, hreint konfekt fyrir augun. Afstaða hússins er þannig að gríðarlega skjólsælt er á útivistarsvæði á suðvestur hlið hússins, mikið næði, mikil náttúra og mjög „prívat“.“

Það er einnig stór bíósalur með 3,2 fermetra breiðu sýningartjaldi. Við hlið þess er líkamsræktarsalur með búningsklefa, sturtum og saunu.

Það er hægt að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsumarkþjálfinn Erla með góð ráð fyrir þau sem vilja standa við áramótaheitin – „Það er gott að hafa þessi fimm atriði í huga“

Heilsumarkþjálfinn Erla með góð ráð fyrir þau sem vilja standa við áramótaheitin – „Það er gott að hafa þessi fimm atriði í huga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“