fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Fókus
Föstudaginn 3. janúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiganda Airbnb-íbúðar í Notting Hill-hverfinu í London var illa brugðið þegar hann komst að því að íbúðin hefði verið notuð í heldur óvenjulegum tilgangi.

Allir helstu fjölmiðlar heims hafa greint frá því að OnlyFans-stjarnan og klámmyndaleikkonan Lily Phillips hafi sængað hjá101 karlmanni á einu kvöldi fyrir skemmstu. Nú er komið í ljós að íbúðin þar sem þetta fór fram var Airbnb-íbúð og hafði eigandinn ekki hugmynd um það sem fór fram þar.

Sjá einnigFór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

MailOnline ræddi við eigandann sem var nýbúinn að komast að hinu sanna í málinu þegar blaðamaður hafði samband. Hann viðurkenndi að honum væri brugðið en væri ekki reiðubúinn að tjá sig mikið opinberlega um málið.

Lily Phillips, sem er 23 ára, hefur sett sér það markmið að sænga hjá þúsund karlmönnum á einum degi og var hópkynlífið í Notting Hill hluti af undirbúningi hennar fyrir það. Sýndi hún frá þessu í beinni útsendingu á vefsíðu sinni.

Heimildarmyndagerðarmenn fylgdust með henni þetta kvöld og í myndinni má meðal annars sjá smokka og umbúðir af þeim liggja á víð og dreif um íbúðina.

Sjá einnigLæknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Svo virðist vera sem engar kvartanir hafi borist til Airbnb vegna málsins og var íbúðin í toppstandi þegar henni var skilað. Samt sem áður gæti klámmyndaleikkonan átt yfir höfði sér bann frá Airbnb vegna málsins þar sem skilmálar fyrirtækisins kveða á um að ekki megi starfrækja kynlífsþjónustu eða taka upp klám í íbúðum á vegum fyrirtækisins.

MailOnline hefur rætt við fólk sem er búsett í húsinu og urðu margir vissulega varir við mannaferðir. Töldu sumir að um væri að ræða verkamenn sem voru að vinna að einhvers konar viðgerðum og virtist enginn hafa hugmynd um það sem var í gangi í íbúðinni. Einn bendir á að eigendur íbúðarinnar dvelji í henni mjög reglulega og í þeim hópi séu meðal annars börn.

„Þetta er vissulega skrýtið fyrir eigendurna og það kemur mér á óvart að þau hafi valið þennan stað í borginni,“ sagði einn nágranninn en hverfið er rólegt og þar búsettar margar ungar fjölskyldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“