fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Var í dái í 8 daga og lýsir upplifuninni – Heyrði í ástvinum en minnti á helvíti

Fókus
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 11:29

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um fimm mánuðum síðan lenti hin bandaríska Tatum Boynton í bílslysi. Hún slasaðist alvarlega og þurfti að fjarlægja annan fótlegginn. Hún var í dái í átta daga og segir hún að sá tími hafi verið mjög erfiður.

Tatum segir að það fari eftir hverjum og einum hvernig viðkomandi upplifir dá en fyrir hennar leyti hafi þetta verið eins og að ganga í gegnum helvíti.

Hún lýsti sinni upplifun í myndbandi á TikTok.

@tatum.boyntonn What is it like to be in a coma… #amputee #caraccident #coma #grateful #godisgood ♬ sparks – welcome

„Mér finnst fólk ekki tala nógu mikið um hvernig það er að vera í dái. Mér persónulega fannst það erfitt,“ segir hún.

Tatum segir að hún fái oft spurninguna hvort manneskja í dái heyri í fólki sem talar við hana.

„Það er misjafnt. Ég heyrði í fjölskyldu minni tala við mig, ég fann fyrir stuðningi þeirra og ást. En ekki á þann hátt sem þú myndir halda.“

Á meðan Tatum var í dái var hún á mjög sterkum lyfjum sem ollu mjög skrýtnum og klikkuðum draumum. „En þeir voru svo raunverulegir,“ segir hún.

„Ég held að allir upplifi þetta á öðruvísi hátt en mín upplifun var klárlega ekki góð. Ég var í dái í átta daga en mér leið eins og það sem ég var að ganga í gegnum hafi tekið tvær eða þrjár vikur,“ segir hún.

„Mér leið eins og ég væri að ganga í gegnum… eins og hvernig helvíti myndi vera.“

Hún ræðir nánar um slysið og áverkana í myndbandinu hér að neðan.

@tatum.boyntonn How my leg was amputated… #amputee #caraccident #graysanatomy #godisgood #storytime ♬ original sound – xavier

sp;

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir