fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Mikið áfall fyrir karlmenn að missa blöðruhálskirtilinn og reisnina

Fókus
Mánudaginn 27. janúar 2025 12:30

Ásgeir Rúnar Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Rúnar Helgason, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu, ritar grein í Morgunblaðið í dag um vanda tengdan blöðruhálskirtilinum. Algengt að fjarlægja þurfi líffærið úr mönnum á efri árum vegna krabbameins, en það leiðir til risvandamála og brotthvarfs fullnægingartilfinningar, sem er mönnum mikið áfall.

„Blöðru­hálskirt­ill­inn hef­ur það stóra hlut­verk í tímg­un, ásamt sáðblöðru, að fram­leiða nær­ing­ar­vökva fyr­ir sæðis­frum­urn­ar úr pungn­um til að synda í. En líf­færið er einnig afar mik­il­vægt fyr­ir lífs­gæði, enda mik­il­væg­ur hlekk­ur í mynd­un full­næg­ing­ar hjá körl­um. Vökvinn losn­ar við örvun lims sem leiðir til krampa sem veita unað. Sam­hliða unaðskrömp­um (full­næg­ing­unni) flæðir nær­ing­ar­vökvinn úr kirtl­in­um (og sáðblöðrum) niður þvagrás­ina þar sem hann bland­ast sæðis­frum­um úr pungn­um. Þetta ger­ist allt svo að segja sam­tím­is og því upp­lifa menn þetta sem einn at­b­urð, en full­næg­ing­in og sáðlátið eru samt í raun tveir at­b­urðir,“

segir Ásgeir í grein sinni og víkur síðan að reisninni:

„Til að koma vökv­an­um með sæðis­frumun­um til skila inn í leg konu þarf ákveðna reisn. Full reisn þverr með stíg­andi aldri og veld­ur það flest­um körl­um miklu hug­ar­angri, ekki síst þegar reisn­in þverr skyndi­lega, t.d. sem af­leiðing meðferða við krabba­meini í blöðru­hálskirtl­in­um (prostata). Þetta ger­ist þegar taug­ar sem tengj­ast reisn skadd­ast, en þær liggja þétt við kirt­il­inn.“

Stundum þarf að fjarlægja blöðruhálskirtilinn

Ef krabbamein greinist í blöðruhálskirtlinum þarf oft að fjarlægja hann. Dregur það mjög úr reisn og getur manna til að hafa samfarir. Þetta getur orðið mönnum mikið áfall:

„Þegar prostatinn (blöðru­hálskirt­il­inn) er fjar­lægður að hluta eða öllu leyti dreg­ur það yf­ir­leitt veru­lega úr reisn og getu manna til að hafa sam­far­ir án hjálp­ar­tækja. Það er nokkuð þekkt að miss­ir fullr­ar reisn­ar er flest­um mönn­um áfall, en oft er hægt að bæta reisn með lyfja­gjöf eða ann­arri meðferð. Það er ekki jafn út­breidd þekk­ing að miss­ir full­næg­ing­arnautn­ar er flest­um körl­um álíka mikið áfall og miss­ir reisn­ar, en við því eru ekki til nein lyf. Eina meðferðin sem er í boði er að hjálpa mönn­um að sætta sig við orðinn hlut, eða búa þá und­ir það sem koma skal. Þar geta ráðgjaf­ar Krabba­meins­fé­lags­ins aðstoðað skjól­stæðinga að kostnaðarlausu.“

Ásgeir vekur athygli á starfsemi félagsins Framför, sem er aðilarfélag Krabbameinsfélagið. Framför er vettvangur fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og maka þeirra. Sjá vefsíðu félagins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað Kanye sagði við hana rétt áður en hún afklæddist – „Hún lítur út fyrir að vera skelfingu lostin“

Varalesari afhjúpar hvað Kanye sagði við hana rétt áður en hún afklæddist – „Hún lítur út fyrir að vera skelfingu lostin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva flettir ofan af slæmum sið Benedikts – „Vó“

Sunneva flettir ofan af slæmum sið Benedikts – „Vó“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann fyrir frelsi eftir fund með árásarmanni sínum – „Litirnir sem voru gráir, þungir og ógeðslegir eru orðnir bjartir“

Fann fyrir frelsi eftir fund með árásarmanni sínum – „Litirnir sem voru gráir, þungir og ógeðslegir eru orðnir bjartir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað ef Ísland hefði aldrei verið til?

Hvað ef Ísland hefði aldrei verið til?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ábreiða af einum stærsta smelli níunda áratugarins – Íslandsvinur vildi ekki gefa lagið út

Ábreiða af einum stærsta smelli níunda áratugarins – Íslandsvinur vildi ekki gefa lagið út
Fókus
Fyrir 5 dögum

Páll Óskar þríkjálkabrotnaði í slysi á heimili sínu en sér fram á bata – Endaði í aðgerð fyrir þremur árum vegna hjartagalla

Páll Óskar þríkjálkabrotnaði í slysi á heimili sínu en sér fram á bata – Endaði í aðgerð fyrir þremur árum vegna hjartagalla
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Eftir þetta hræðilega banaslys náfrænda míns og vinar var sjokkið það mikið að ég vissi að ég yrði að breyta lífi mínu“

„Eftir þetta hræðilega banaslys náfrænda míns og vinar var sjokkið það mikið að ég vissi að ég yrði að breyta lífi mínu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök