Bill, 69 ára, ræddi um endalok hjónabandsins við The Times. „Þetta eru mistökin sem ég sé mest eftir,“ sagði hann.
„Það fer alveg efst á listann, ég sé eftir öðru en engu sem skiptir máli. Skilnaðurinn var alveg ömurlegur fyrir mig og Melindu í allavega tvö ár.“
Hann sagði að það væri eitthvað svo dásamlegt við það að eyða allri fullorðinsævinni með einni manneskju. „Vegna minninganna og alls þess sem gangið í gegnum saman. Og að eignast börn saman. Þegar við Melinda kynntumst þá naut ég ágætis velgengni en ekki eins og ég endaði með að gera, það gerðist á meðan við vorum saman. Þannig, hún fylgdi mér í gegnum ýmislegt.“
Hann sagði einnig að hjónaband hans og Melindu hafi gert hann jarðbundinn þegar hann þurfti á því að halda.
Bill er nú í sambandi með Paulu Hurd. Hún er ekkja Mark Hurd, sem var forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oracle.
„Ég hitti Melindu enn reglulega, við eigum þrjú börn saman og tvö barnabörn, þannig við hittumst á fjölskylduviðburðum. Krökkunum líður vel, þau hafa góð gildi.“
Sjá einnig: Melinda Gates rýfur þögnina um framhjáhald Bill Gates
Í mars 2022 opnaði hún sig um framhjáhald Bill árið 2000. Hún sagði að hún hafi fyrirgefið Bill á sínum tíma og þau hefðu „unnið í gegnum þetta“ en síðan „kom sá tímapunktur þar sem það var nóg þarna og ég áttaði mig á því að þetta væri bara ekki heilbrigt og ég gat ekki lengur treyst því sem við áttum.“
Sjá einnig: „Ég hafði nokkrar ástæður fyrir því að ég gæti ekki verið áfram í þessu hjónabandi“