fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Bill Gates: „Þetta eru mistökin sem ég sé mest eftir“

Fókus
Mánudaginn 27. janúar 2025 11:00

Bill Gates. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Gates, stofnandi Microsoft, veitir sjaldséða innsýn í einkalíf sitt, en hann hefur lítið tjáð sig um skilnað hans og Melindu Gates. Í maí 2021 greindu þau frá því að þau væru að skilja eftir 27 ára hjónaband. Þau eiga saman þrjú börn.

Bill, 69 ára, ræddi um endalok hjónabandsins við The Times. „Þetta eru mistökin sem ég sé mest eftir,“ sagði hann.

„Það fer alveg efst á listann, ég sé eftir öðru en engu sem skiptir máli. Skilnaðurinn var alveg ömurlegur fyrir mig og Melindu í allavega tvö ár.“

 Bill and Melinda Gates in the CBS Toyota Greenroom before their appearance on CBS THIS MORNING, Feb 12, 2019.
Melinda og Bill Gates. Mynd/Getty Images

Hann sagði að það væri eitthvað svo dásamlegt við það að eyða allri fullorðinsævinni með einni manneskju. „Vegna minninganna og alls þess sem gangið í gegnum saman. Og að eignast börn saman. Þegar við Melinda kynntumst þá naut ég ágætis velgengni en ekki eins og ég endaði með að gera, það gerðist á meðan við vorum saman. Þannig, hún fylgdi mér í gegnum ýmislegt.“

Hann sagði einnig að hjónaband hans og Melindu hafi gert hann jarðbundinn þegar hann þurfti á því að halda.

Kominn í nýtt samband

Bill er nú í sambandi með Paulu Hurd. Hún er ekkja Mark Hurd, sem var forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oracle.

Bill Gates og Paula Hurd. Mynd/Getty Images

„Ég hitti Melindu enn reglulega, við eigum þrjú börn saman og tvö barnabörn, þannig við hittumst á fjölskylduviðburðum. Krökkunum líður vel, þau hafa góð gildi.“

Sjá einnig: Melinda Gates rýfur þögnina um framhjáhald Bill Gates

Framhjáhald

Í mars 2022 opnaði hún sig um framhjáhald Bill árið 2000. Hún sagði að hún hafi fyrirgefið Bill á sínum tíma og þau hefðu „unnið í gegnum þetta“ en síðan „kom sá tímapunktur þar sem það var nóg þarna og ég áttaði mig á því að þetta væri bara ekki heilbrigt og ég gat ekki lengur treyst því sem við áttum.“

Sjá einnig: „Ég hafði nokkrar ástæður fyrir því að ég gæti ekki verið áfram í þessu hjónabandi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fræðsluskot Óla tölvu: Splunkuný tækni frá Open AI

Fræðsluskot Óla tölvu: Splunkuný tækni frá Open AI
Fókus
Í gær

Mikið áfall fyrir karlmenn að missa blöðruhálskirtilinn og reisnina

Mikið áfall fyrir karlmenn að missa blöðruhálskirtilinn og reisnina