fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fókus

Kristín Tómas: Það er hægt að vinna úr framhjáhaldi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 26. janúar 2025 09:00

Kristín Tómasdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk á það til að segja: Ef makinn heldur framhjá mér þá er sambandið búið. Er sambandið dauðadæmt eða er hægt að komast í gegnum þetta?

Kristín Tómasdóttir er fjölskyldumeðferðarfræðingur sem sérhæfir sig í parameðferð og metsöluhöfundur. Hún er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Í þættinum ræddi hún meðal annars um framhjáhöld og hvað sé hægt að gera ef slíkur trúnaðarbrestur kemur upp. Brotið hér að neðan er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Getur fólk haldið áfram eftir framhjáhald eða er sambandið dauðadæmt?

„Ég get ekki talað fyrir alla, ég get bara talað fyrir þann hóp sem leitar til mín,“ segir Kristín og bætir við að fólkið sem leitar til hennar sé fólk sem vill vinna í sambandinu. Málin sem leiða strax til skilnaðar rata yfirleitt ekki á hennar borð.

„Þau mál sem ég þekki eru fyrst og fremst mál þar sem hefur komið upp trúnaðarbrestur og fólk vill reyna að vinna sig í gegnum hann. Það fylgir því oft rosalega mikil skömm, sérstaklega hjá þeim sem verður fyrir trúnaðarbrestinum og upplifir eins og hann sé ekki að standa með sér. Það er til fullt af fólki sem leitar sér aðstoðar eftir trúnaðarbresti og það er hægt að vinna sig út úr því, ég hef orðið vitni að því,“ segir hún.

En Kristín segir að það sé lykilatriði að vilji sé til staðar hjá báðum aðilum.

„Það sem að þarf að vera til staðar, til að fólk geti tekist á við trúnaðarbresti, eða önnur vandamál í parsamböndum, það er vilji frá báðum aðilum. Það þarf að vera svolítið svona blóð á tönnunum og uppbrettar ermar til þess að slík vinna skili árangri, þá þurfa báðir aðilar að vilja að berjast fyrir því. Þá er hægt að gera það, það er ekki hægt að gera það með hangandi hendi,“ segir hún.

Af hverju heldur fólk framhjá?

„Það eru einhver þemu, það er algengt stef að fólk haldi framhjá undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Það einn flokkur, án þess að réttlæta slíka hegðun þá kallar kannski áfengi og fíkniefni ekki fram okkar innri mann og fólk gerir alls konar í dómgreindarleysi sem það myndi annars ekki gera,“ segir Kristín.

„Annar flokkur er þegar það hefur verið togstreita í parsambandi lengi, eða óánægja, þá er það bara svolítið mannlegt að grípa í tengsl. Þegar ein tengsl dofna þá erum við gjörn á að grípa í einhver önnur tengsl því við viljum vera í tengslum, þannig þegar það hafa skapast erfiðleikar í sambandi þá grípur fólk í þetta. Stundum sem útgönguleið í sambandi, maður hefur líka séð það.

En svo gerist það líka að fólk er í samböndum en verður ástfangið af annarri manneskju, án þess að ætla sér það eða vilja það. Þetta eru svona þrjú, veit ekki með algengustu, þemu sem maður heyri oft.“

Kristín ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, spjallþætti DV. Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni eða hlustaðu á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Hægt er að kynna sér Kristínu nánar á kristintomas.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjálmar ræðir um aðdraganda hjartaáfallsins – „Þetta var svo mikill sársauki að mig langaði bara út úr líkamanum“

Hjálmar ræðir um aðdraganda hjartaáfallsins – „Þetta var svo mikill sársauki að mig langaði bara út úr líkamanum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Millie Bobby Brown afhjúpaði sitt raunverulega nafn sem enginn bjóst við

Millie Bobby Brown afhjúpaði sitt raunverulega nafn sem enginn bjóst við
Hide picture