fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

„Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. janúar 2025 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjáröflunar- og vitundarvakning Krafts 2025 ber yfirskriftina „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur, en um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju hér á landi.

„Hvort sem við höfum greinst með krabbamein, einhver okkur nákominn eða við orðið fyrir öðrum áföllum á lífsleiðinni, þá eigum við öll okkar skugga sem er alltaf til staðar – Stundum er skugginn stór, stundum verður hann að daufum útlínum og stundum hverfur hann alveg undir skósólana. Hann er þögull ferðafélagi og partur af lífi okkar allra.“

Herferðin er jafnframt stærsta fjáröflun sem félagið fer í og hófst í gær með opnunarhátíð í verslun Rammagerðarinnar á Laugavegi. Auglýsing vitundarvakningarinnar 2025 var frumsýnd og nýja Lífið er núna húfan kynnt til leiks.

Lífið er núna húfan er til sölu til 12. febrúar.
Lífið er núna dagurinn
„Þann 30. janúar hvetjum við alla og fyrirtæki til að halda hátíðlegan Lífið er núna daginn en tilgangur hans er að minna fólk á að staldra við og njóta líðandi stundar. Ekki bíða eftir mómentinu heldur skapaðu það þegar þig langar til! Við hvetjum vinnustaði til að brjóta upp hversdagsleikann með því til dæmis að hafa hrós-dag, vinaleik, mæta í sínu fínasta pússi eða bjóða upp á appelsínugular veitingar, hvetja starfsfólk til að fara í göngutúr í hádeginu og gera sér dagamun og huga að heilsunni. Í tilefni dagsins hvetjum við alla og fyrirtæki til að gera appelsínu gula litnum okkar hátt undir höfði, brjóta upp daginn með appelsínugulum kaffiveitingum, skreyta heima og kaffistofuna í vinnunni, klæðast appelsínugulu og skapa minningar með sínu besta fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Í gær

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni