fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fókus

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tónlistarkonan Katy Perry geymir hluti sem skipta hana tilfinningalegu máli.  

Í viðtali við Capital FM miðvikudaginn 22. janúar, deildi Perry mynd af þungunarprófinu sem færði henni þá niðurstöðu að hún væri ófrísk af fyrsta barni hennar og unnusta hennar, enska leikarans Orlando Bloom.

Dóttirin,  Daisy Dove, fæddist 26. ágúst 2020. Foreldrarnir Perry (40) og Bloom (48) hófu samband sitt árið 2016 og trúlofuðu sig á sjálfan Valentínusardaginn, 14. febrúar 2019.

 „Hér er þungunarprófið  sem ég tók þegar ég var ófrísk af dóttur minni, Daisy Dove Bloom,“ segir Perry.

„Og Orlando var farinn og ég hringdi í hann á Facetime meðan ég var í gönguferð. Ég sagði við hann: „Gettu hvað?“ Og ég á prófið enn þá og það er skrítið, en samt ekki. Mér er alveg sama.“

Aðspurð um hvar hún geymi prófið segir Perry að „það sé í skúffu.“ Það er í skúffu með fullt af hlutum. Veistu hvað annað er í skúffunni? Prófið liggur líklega við hliðina á Legolas eyrum Orlando,“ segir Perry hlæjandi. „Allt það mikilvægasta.“ 

Bloom er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem álfurinn Legolas í trilógíunni The Lord of the Rings (2001-2003) og tveimur myndum trilógíunnar um Hobbitann, The Hobbit: The Desolation of Smaug (2013) og The Hobbit: The Battle of the Five Armies (2014).

Í ágúst 2024 kom Perry fram í þætti breska Vogue, In the Bag, og sýndi nokkra af þeim hlutum sem dóttir hennar hafði dálæti á þá. Eftir að hafa dregið upp nokkra hluti úr töskunni tók Perry upp úr með Hello Kitty-þema um leið og hún sagði: „Daisy er virkilega hrifin af Hello Kitty núna.“

Perry gaf þá í skyn að hún væri að hugsa um að halda fjögurra ára afmæli dóttur sinnar í Hello Kitty þema og sagði að dóttirin væri alltaf að spyrja hvar úrið væri ef hún væri ekki með það hjá sér. Perry sagði dótturina einnig hafa svipaðan áhuga á Peppa Pig. „Dóttir mín er ofboðslega upptekin af Peppa Pig,“ sagði Perry, sem talaði inn fyrir frú Leopard í þætti af hinni vinsælu barnaþáttaröð.

„Ég gerði það bara svo ég gæti fengið stig hjá dóttur minni. Ég þarf fleiri og fleiri og fleiri stig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“