fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 12:32

Davíð Goði Þorvarðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndagerðamaðurinn, framleiðandinn og ljósmyndarinn Davíð Goði Þorvarðarson var tvítugur þegar hann stofnaði fyrirtæki með pabba sínum, Þorvarði Goða.

Á þeim tíma vann Davíð sem pítsasendill og pabbi hans var markaðsstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtæki, en þeir ákváðu að taka áhættuna, segja upp störfum og elta drauminn.

Davíð segir frá þessu ævintýri sem heldur betur skilaði sér í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Feðgarnir tóku stökkið eftir að Davíð útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands. „Við ákváðum að hætta í vinnunum okkar, ég var að vinna sem sendill á Dominos og hann var að vinna sem markaðsstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtæki. Við ákváðum að kýla á þetta, stofna fyrirtæki saman og búa til svona creative framleiðslufyrirtæki,“ segir hann.

„Einn af fyrstu kúnnunum sem við fengum var Þjóðkirkjan og Neskirkjan í Vesturbæ lánaði okkur húsnæði í kjallaranum. Við byrjuðum bara í kjallaranum í kirkju,“ segir Davíð og bætir við að það hafi verið ákveðin upplifun. „Að heyra í orgelinu og kirkjuklukkunum þegar maður var að vinna og klippa einhver myndbönd.“

Feðgarnir stofnuðu fyrirtækið Skjáskot og til að byrja með voru þeir bara tveir og voru á litlum sem engum launum fyrstu árin. Síðan fór fyrirtækið að stækka, þeir fengu fleiri verkefni og færðu þeir sig kjölfarið í stærra stúdíó.

„Svo gerðum við það aftur seinna, nú erum við komnir út á Granda á tveimur hæðum.“

Sjá einnig: Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Davíð Goði (@davidgodi)

Gott samstarf

Aðspurður hvernig það gangi að vinna og stjórna fyrirtæki með pabba sínum segir Davíð:

„Það er mjög áhugavert samstarf. Það getur verið rosalega erfitt en rosalega gott líka […]

En eitt sem ég veit er að þegar við stöndum saman í þessu, og höfum gert allan þennan tíma, þá gerast magnaðir hlutir. Það er það sem ég held að hefur gert þetta fyrirtæki að því sem það er í dag, hvað við erum nánir og höfum orðið nánir eftir þetta.“

Fyrirtæki feðganna hefur unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Þeir hafa gert auglýsingar fyrir Marel, CCP, 66° norður, þeir hafa einnig séð um beina útsendingar fyrir Olís deildina og sáu um að taka upp og klippa þættina Bannað að hlæja á Stöð 2, svo fátt sé nefnt.

Smelltu hér til að horfa á þáttinn með Davíð í heild sinni, en í honum opnar hann sig um veikindi sem sneru lífi hans á hvolf.

Sjá einnig: Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Fylgstu með Davíð á Instagram og TikTok. Hann heldur einnig úti heimasíðunni DavidGodi.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa
Fókus
Fyrir 4 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Hide picture