Það er lítill hópur á vegum háskólans í Rochester, Atmospheric Chemistry Lab, á Suðurskautslandinu sem heldur úti TikTok-síðu þar sem hann deilir ýmsum fróðleik tengdum svæðinu og hvernig sé að dvelja þar.
Í nýju myndbandi, sem hefur fengið yfir 11 milljónir áhorfa, sýnir einn maðurinn hvernig fólk kúkar á Suðurskautslandinu, en þar sem skólplagnir og vatnslagnir eru takmarkaðar þá er ekki hægt að gera þarfir sínar í hefðbundið klósett og sturta niður.
Í staðinn nota þau svo kallað „brennsluofna klósett.“ Hann sýnir aðstöðuna og hvernig þetta virkar í myndbandinu hér að neðan, engar áhyggjur, hann notar súkkulaði mola við sýnikennsluna.
@uofr_icecores At least the seat is always warm. Funding and logistical support provided by the National Science Foundation, Institut polaire Français Paul-Emile Victor, and Programma Nazionale di Ricerche in Antartide. https://www.nsf.gov, https://institut-polaire.fr/en/,https:// www.pnra.aq #antarcticatok #antarctiktok #stem #antarcticadventure ♬ original sound – Atmospheric Chemistry Lab UofR