fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum

Fókus
Mánudaginn 20. janúar 2025 18:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Montecito eru ekkert sérlega ánægðir með nágranna sína, hertogahjónin Meghan Markle og Harry Bretaprins, ef marka má frétt Vanity Fair. Montecito er bær í Kaliforníu sem er þekktur fyrir strandlengju sína.

Hertogaynjan er sökuð um að hafa notað strandlengjuna til að auglýsa lífsstílsmerki sitt, og að hafa gert slíkt með offorsi.

„Ég held enn að þau séu forréttindapakk og gervilegasta fólk plánetunnar,“ sagði einn íbúi í samtali við miðilinn. „Þau fluttu frá Englandi til að komast í burtu frá aðgangshörðum fjölmiðlum, en það eina sem þau gera hér í Bandaríkjunum er að reyna að komast í fjölmiðla.“

Hertogahjónin eru sökuð um að hafa spillt friðinum í Montecito svo nú eru þau illmenni í augum nágranna sinna. Þeim hafi tekist að vekja óþarfa athygli á rólega samfélaginu við strandlengjuna sem gerði það að verkum að húsnæðisverð hefur rokið upp úr öllu valdi, þangað koma nú utanbæjarmenn í massavís með tilheyrandi ofsaakstri og sóðaskap og áfram megi lengi telja. Einn íbúi lýsti því svo að eftir að hertogahjónin fluttu til Montecito gátu íbúar ekki lengur mætt á veitingastaði án þess að eiga þar pantað borð.

Grein Vanity Fair þykir frekar hörð í garð hertogahjónanna, en hún er um 8 þúsund orð á lengd. Þar er því haldið fram að Meghan sé svo hræðilegur yfirmaður að starfsfólk sem vann að hlaðvarpi hennar þurfti að leita sér sálfræðiaðstoðar.

„Þetta felst í baktali. Þetta vegur að sjálfsmynd þinni. Þetta er bara eins og illkvittin gelgja í grunnskóla myndi gera,“ sagði einn heimildarmaður.

Eins er því haldið fram í greininni að Harry hafi ekki áttað sig á hvaða áhrif sjálfsævisaga hans myndi hafa á samband hans við bresku konungsfjölskylduna. Margir telja að Vilhjálmur prins muni aldrei fyrirgefa yngri bróður sínum það sem var skrifað um hann í bókinni.

Enn ein sprengjan í greininni er sú að manneskja á vegum Meghan Markle hafi haft samband við útgefendur til að kanna áhuga á bók um skilnað, ef til þess kæmi að Meghan og Harry slíti hjónabandinu. Það er skýrt tekið fram að hertogahjónin séu ekki sem stendur að skilja en engu að síður hafi þau greinilega haft áhuga á að vita hvers konar áhugi yrði á slíku útspili.

Aðrir miðlar hafa bent á að þessi óvægna afhjúpun Vanity Fair komi nokkuð á óvart, en áður var talið að miðillinn væri hliðhollur hertogahjónunum og þá sérstaklega eftir að Meghan samþykkti að mæta í forsíðuviðtal sem kom út árið 2017. DailyMail skrifaði heila frétt um þessa stefnubreytingu Vanity Fair. Þar er líklegast talið að Meghan hafi fallið í ónáð þegar hún gagnrýndi fyrirsögn sem var valin fyrir viðtalið 2017, sem henni þótti of fordómafull. Þetta hafi fjölmiðlinum mislíkað og beðið í rúmlega 7 ár eftir tækifæri til að ná hefndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd