fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Hart tekist á um viðtal við Heru – „Íslendingar eru algjörir hræsnarar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 20. janúar 2025 13:29

Hera Björk og Ásdís María.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir opnaði sig um gagnrýnina sem hún fékk á sig fyrir að keppa í Eurovision í Svíþjóð í fyrra.

Í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar sagði Hera að hún hafi orðið fyrir skipulagðri aðför og það hafi verið ráðist að henni með svívirðingum á götu úti og jafnvel í matvöruverslunum.

Sjá einnig: Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Íslenskir Eurovision-aðdáendur hafa tekist hart um viðtalið og athugasemdir Heru í Facebook-hópum Júróvisjón 2025.

Inga Rós Vatnsdal, sem stýrir hópnum, birti viðtalið við Heru og skrifaði með: „Hera er ennþá fórnarlamb ef þið skylduð vera að spá í því.“

Ummæli Ingu Rósar féllu í grýttan farveg meðal meðlima hópsins sem komu söngkonunni til varnar og sögðu Íslendinga vera hræsnara fyrir að ganga svona hart að Heru en ekki landsliðum og íþróttamönnum í svipaðri stöðu.

„Íslenska hræsnin og ofbeldismenningin gagnvart þeim sem teknir eru út fyrir sviga er oft algjör viðbjóður eins og sannaðist í þessu máli. Hef ekki orðið var við það að tuddast hafi verið á stöku leikmönnum í íþróttaliðum fyrir að spila gegn Ísrael á kappleikjum, deila báti með Ísrael á Ólympíuleikunum og svo mætti lengi áfram telja. Þetta var ógeðslegt einelti sem átti sér stað gegn Heru og það er eðlilegt að hún tjái sig um það og geri það upp. Held að það sem mér fannst ógeðslegast í þessu öllu voru svokallaðir samstöðutónleikar til stuðnings Palestínu gegn Ísrael sem settir voru á til höfuðs Heru persónulega þegar hún var að keppa en ekki tímasettir sama kvöld og Ísrael keppti. Bara ömurlegt allt saman og viss lexía um að einelti er aldrei svarið. Rúv á líka mikla skömm fyrir að hafa ekki varið keppanda sinn fyrst ákveðið var að taka þátt í keppninni yfir höfuð,“ segir einn.

Fleiri gagnrýndu RÚV. „Ef fólk var að veitast að henni og áreita eins og hún segir, þá má hún alveg tala um það. Að gera lítið úr því  er eins og að gera lítið úr öðrum þolendum áreitis fyrir að segja frá. Það var RÚV sem setti hana í þessa stöðu til að byrja með. RÚV hefði bara átt að segja annað hvort að sigurvegarinn færi út eða ekki,“ segir annar.

Opnunarhátíð Ólympíuleikana í París síðasta sumar. Mynd/Getty Images

Hvað með fótboltalandsliðið?

„Íslendingar eru algjörir hræsnarar, Handboltalandsliðið „strákarnir okkar“ er skreytt auglýsingum frá Ísraelsku fyrirtæki. Engin umræða að sniðganga landsliðið og saka þá um að styðja barnamorð líkt og Hera lenti í. Íslendingar á Ólympíuleikunum deildu báti með Ísraelum á opnunarhátíðinni. Enginn sagði um orð það og ekki voru Ólympíuleikarnir sniðgengnir. Fótboltalandsliðið spilaði við Ísraela í fyrra, ekki þeir sniðgengnir,“ segir einn meðlimur hópsins.

Virðist gagnrýna lagahöfundinn

Ein bendir á ummæli Heru í viðtalinu sem virðast vera um Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, lagahöfundinn á bak við Eurovision lag Heru Bjarkar. Nokkrum dögum eftir að Hera Björk vann Söngvakeppni sjónvarpsins greindi Ásdís frá því að hún ætlaði ekki með íslenska hópnum út, hún sagði að samviska hennar leyfði henni það ekki.

„Hún drullaði yfir Ásdísi lagahöfundinn sinn. Sagði hana vanta bein í nefið vegna reynsluleysis. Allt álit af henni hvarf í kjölfarið,“ segir ein í Júróvisjón 2025 og bætir önnur við:

„Og hún heldur því áfram í þessu viðtali: Lagahöfundurinn, Ásdís María Viðarsdóttir, ákvað að fylgja ekki Heru og teymi hennar í lokakeppnina í Malmö í Svíþjóð. Hún sagðist ekki geta það samvisku sinnar vegna.

Orð Heru í þessu viðtali við Sölva: „Það voru aðilar sem notuðu sér þetta ástand til þess að fá jákvæða athygli fyrir sjálfa sig með því að gera í því að segja að samvisku sinnar vegna gætu þau ekki tekið þátt.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Í gær

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni