Flugfreyjur heilsa farþegum við innganginn til að meta ástand þeirra, hvort þeir séu of ölvaðir eða veikir til að fljúga.
Það er algengt að farþegar fái sér drykk í fríhöfninni áður en þeir stíga um borð, jafnvel tvo eða fleiri. En ef þú ert búinn að drekka of mikið þá getur þér verið vísað frá borði.
Iona Iachim, flugfreyja fyrir Wizz Air, útskýrði þetta í myndbandi á TikTok sem hefur vakið mikla athygli.
@ioanaiachim Did you know? #fyp #cabincrew #cabincrewlife #airbus #flightattendant #flightattendantlife #crewlife #iamwizzcrew #fy #foryou #flightattendanthairstyles #dayinmylife #cabincrewhairstyle #CapCut ♬ Apple – Charli xcx
Flugfreyjan og fitnesskeppandinn Móeiður Svala Skúladóttir var gestur vikunnar í Fókus í október. Hún starfar sem flugfreyja hjá Icelandair og ljóstraði upp ýmislegu við starfið í þættinum. Eins og hvað hún gerir þegar flugdólgur byrjar að vera með læti.
Horfðu á þáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.