fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fókus

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 13:38

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af ferðamanni klæddum sem Elsu í Disney-myndinni Frozen við Skógafoss, í mínus tíu stiga frosti, hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Olivia Tan er fyrirsæta, fegurðardrottning og samfélagsmiðlastjarna frá Indónesíu. Hún var valin Miss Global Indonesia árið 2020 og lenti í öðru sæti í Miss Charm árið 2023.

Hún heimsótti Ísland á dögunum og nýtti tækifærið til að ná fallegum myndum við Skógafoss. Hún var klædd sem prinsessan Elsa og, eins og Elsu er einni lagið, lét kuldann ekki stöðva sig.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@olivia_aten Merealisasikan mimpi masa kecil foto jadi Elsa disney princess, walau udah dewasa ❄️ #serunyaliburan #destinasiwisata #musimdingin #disneyfrozen #SiapaSangka ♬ Let It Go – From „Frozen“/Soundtrack Version – Idina Menzel

Eins og fyrr segir hefur myndbandið vakið mikla athygli og fengið yfir 17,5 milljónir áhorfa samtals á Instagram og TikTok. Um 650 þúsund manns hafa líkað við það.

Olivia birti myndirnar úr myndatökunni á Instagram og er útkoman glæsileg eins og sjá má hér að neðan. Prófaðu að endurhlaða síðuna eða smella hér ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Myndatakan var mjög persónuleg og valdeflandi fyrir Oliviu en hún deildi hvers vegna í færslunni.

„„Af hverju ertu svona undarleg? Svona öðruvísi?“ Ég fékk að heyra þessar spurningar þegar ég var að alast upp því það sem ég var vön að gera var frekar óvenjulegt.

En það er tvennt sem eykur öryggi mitt og lætur mig elska mig eins og ég er. Ferðalög og kvikmyndir.

Og að vera á Íslandi, undarlegasta landi í heimi, þar sem veðrið getur breyst á svipstundu. Og að vera mín eigin Elsa, sem fær mikinn kraft út úr því að læra að elska sjálfa sig og eigin sögu… það er merkingin á bak við þessa mynd sem ég vil deila með ykkur, að vera stolt af eigin sögu, eigin krafti og breyta því í eitthvað fallegt sem þú getur tekið með þér út í lífið.“

Bláa lónið og norðurljósin

Olivia birti fleiri myndir frá heimsókninni en hún kíkti að sjálfsögðu í Bláa lónið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben
Fókus
Fyrir 5 dögum

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“