fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fókus

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Fókus
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 11:09

Þáttaröðin var frumsýnd í gærkvöldi. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir biðu spenntir fyrir framan sjónvarpið í gærkvöldi en þá var fyrsti þátturinn af fjórum í nýrri leikinni þáttaröð um ævi Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, frumsýndur á RÚV.

Í þáttunum fara þær Nína Dögg Filippusdóttir og Elín Hall með hlutverk Vigdísar á ólíkum æviskeiðum en eins og kunnugt er varð Vigdís árið 1980 fyrst kvenna í heiminum til að verða kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum.

Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir leikstýra þáttunum sem koma úr smiðju Vesturports.

Ef marka má umræður á samfélagsmiðlum vakti þátturinn í gærkvöldi talsverða lukku og bíða margir spenntir eftir framhaldinu. Næsti þáttur verður sýndur á sunnudag.

Leikkonan geðþekka Edda Björgvinsdóttir var mjög hrifin og segir á Facebook-síðu sinni:

„Það er ekki oft sem ég verð yfir mig hrifin af þáttum í sjónvarpi, en fyrsti þátturinn um hana Vigdísi okkar var eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi. Handritið vandað og fallegt og einstaklega góður leikur og frábær leikstjórn. Til hamingju elsku Vesturport og allir sem standa að þessu. HÚRRA!!!!!“

Undir þetta tóku margir.

„Afbragðs vel gert – leikur – umgjörð – handrit. Allt á efsta skala,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra. „Ég tek undir hvert orð, svo gaman að horfa á svona vandað efni,“ sagði Ebba Guðný Guðmundsdóttir. „Í einu orði ,,dásamlegt!“ Þessir Vesturportarar. Virðing,“ sagði annar.

„Segi og skrifa VÁ þvílík byrjun á nýju sjónvarps þáttunum um Vigdísi. Virkilega vel gert. Takk RÚV og Vesturport,” sagði svo enn annar.

Á Facebook-síðu RÚV tjáðu sig margir um þáttinn í gærkvöldi.

„Afbragðsþáttur, lofar mjög góðu um framhaldið. Elín brillerar sem Vigdís, ótrúlega lík henni á yngri árum,“ sagði einn og annar sagði: „Mjög vandaður og hugljúfur þáttur. Takk fyrir mig. Bíð spenntur eftir næstu þáttum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben
Fókus
Fyrir 5 dögum

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“