fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 19. janúar 2025 19:30

Longden fyrir og eftir áskorunina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Longden ákvað að skora á sjálfan sig með því að fara út að hlaupa á hverjum degi í heilan mánuð. Luke, sem hingað til hefur ekki verið þekktur fyrir afrek sín í hlaupum, ákvað að taka sama fimm kílómetra hringinn og fylgjast með breytingunum á sér.

Luke birti svo afraksturinn á YouTube og er óhætt að segja að hann bætt tímann sinn verulega á þessum eina mánuði. Þá sá hann verulegar líkamlegar breytingar á sér.

Fyrsta daginn sem Luke fór út að hlaupa tók það hann 31 mínútu að klára hringinn. Viðurkennir hann að hafa í nokkurt þurft að stoppa til að ná andanum.

„Maður áttar sig eiginlega ekki á því hvað maður er í slæmu formi fyrr en maður byrjar að hlaupa og kemst að því að maður nær varla tveimur mínútum,“ segir hann.

Eftir fyrstu vikuna var Luke kominn í töluvert betra stand og þá var tíminn kominn niður í 26 mínútur. Það getur tekið á að hlaupa fimm kílómetra og segist Luke hafa fundið fyrir eymslum hér og þar eftir nokkra daga en ekki eiginlegum meiðslum sem komu í veg fyrir að hann gæti hlaupið.

Þess má þó geta að ekki er mælt með því byrjendur sem eru að fikra sig áfram í hlaupum að byrja skarpt. Skynsamlegra er að byrja rólega og auka álagið jafnt og þétt, en umfram allt hlusta á líkamann.

Hvað sem því líður hélt Luke áfram og á degi 17 sagðist hann eiginlega geta hlaupið endalaust án þess að stoppa. Og til að gera langa sögu stutta náði hann að klára hringinn á 21 mínútu og 40 sekúndum síðasta daginn í áskoruninni.

„Ég hafði aldrei hlaupið áður svo að ef ég get þetta getur þú það líka,“ segir hann.

Sem fyrr segir mæla sérfræðingar með því að byrjendur fari rólega af stað og taki sér allt að níu vikur í að ná fimm kílómetrum. Þá mæla þeir með því að hlaupa ekki oftar en annan hvern dag til að gefa líkamanum tækifæri á að jafna sig á milli hlaupa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni