fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Fókus
Sunnudaginn 19. janúar 2025 12:30

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að hafa verið þjóðþekktur um áratugaskeið hefur stjórnmálaprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson haldið einkalífi sínu kyrfilega fyrir sig og sína nánustu.

Það vekur því talsverða athygli að í viðtali við Morgunblaðið á dögunum lét hann tilleiðast og gaf örstutt innsýn inn í líf sitt nú um stundir.

Hannes deildi viðtalinu á Facebook-síðu sína og sagði vinskap sinn við blaðamanninn hafa ráðið þar mestu.

„Hér er viðtal við mig, sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók á dögunum fyrir Morgunblaðið, en hún hefur einstakt lag á að beina umræðum að einkamálum, þótt ég hafi engan sérstakan áhuga á að ræða mikið um þau, enda eiga þau að vera einkamál. En Kolbrún er góð vinkona mín, svo að ég lét það eftir henni að víkja aðeins að þeim málum, þótt tilefni viðtalsins hefði verið bók mín um frjálslynda íhaldsstefnu, sérstaklega í ritum Grundtvigs og Einaudis,“ skrifar Hannes.

Eins og alþjóð veit hefur Hannes skipt tíma sínum milli Íslands og Brasilíu undanfarin ár þar sem hann heldur heimili í Ríó de Janeiro. Aðspurður af hverju hann hafi ekki flutt alfarið í sólina segir hann það nauðsynlegt fyrir sig að heimsækja Íslands reglulega til að hitta fjölskyldu og vini, ekki síst fósturdóttir hans og tveir synir hennar. Þau búa í húsi prófessorsins í Reykjavík og augljóst er að Hannes sér ekki sólina fyrir þeim.

„Já, drengirnir sjá engan grimman Hannes. Ég er mjög elskulegur og eftirlátssamur við þá. Ég myndi halda að þeir laði fram það besta í mér,“ segir Hannes.

Hefur reynt að brúa kynslóðabilið

Talið berst síðar að ástarlífi hans í Brasilíu.

„Ég er gæfumaður. Ég er í sambúð í Brasilíu og mitt samband er mjög gott. Ég hef lært mikið af því. Annars finnst mér að einkalíf eigi einmitt að vera einkalíf og því hef ég ekki verið að hrópa um það af húsþökum.

Aðspurður hvort um sé að ræða yngri mann svarar Hannes:

„Ég hef reynt að brúa kynslóðabilið þannig að það eru 47 ár á milli okkar segir Hannes. Hann verður 72 ára gamall í febrúar og því er sambýlismaður hans 24-25 ára gamall.

Hannes segir margskonar vandkvæða fylgja því að vera í sambandi þar sem aldursmunurinn er mikill og ekki síður þar sem munur er á menningarheimum og viðhorfum.

„Lykillinn að því að það gangi vel er að umgangast á þeim sviðum þar sem menn eiga eitthvað sameiginlegt en veita hins vegar svigrúm á þeim sviðum þar sem þeir eru með ólík sjónarmið og áhugamál. Það höfum við gert og það hefur gengið mjög vel,“ segir Hannes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa