Writers Guild of America, West (WGAW) tilkynntu tilnefningar sínar fyrir helgi. Sigurvegarar verða heiðraðir á Writers Guild verðlaunahátíðinni sem fer fram laugardaginn 15. febrúar við samtímis athafnir í Los Angeles og New York. Dagsetningin gæti þó breyst vegna hamfaranna í Los Angeles.
Writers Guild-verðlaunin heiðra framúrskarandi skrif í kvikmyndum, sjónvarpi, nýjum miðlum, tölvuleikjum, fréttum, útvarps- og kynningarskrifum og grafískum hreyfimyndum.
Frumsamið handrit
Handrit byggt á áður útgefnu efni
Heimildamyndir
Dramaþáttaraðir
Gamanþáttaraðir
Nýjar þáttaraðir
Stakar þáttaraðir
Sjónvarpskvikmyndir
Þáttur í dramaþáttaröð
Þáttur í gamanþáttaröð
Þáttur í teiknimyndaþáttaröð
Verðlaun eru veitt í 14 öðrum verðlaunaflokkum, meðal annars fréttaskrif á öllum miðlum, spurningaþætti, barnaþætti og þætti sýnda að degi til. Tilnefningar í þessum flokkum má sjá á vef Variety.
Writers Guild of America, East (WGAE) og Writers Guild of America, West (WGAW) eru verkalýðsfélög sem eru fulltrúar rithöfunda í kvikmyndum, sjónvarpi, kapal, stafrænum miðlum og útvarpsfréttum. Félögin semja um og hafa umsjón með samningum sem vernda skapandi og efnahagsleg réttindi félagsmanna sinna; stunda dagskrár, málstofur og viðburði um málefni sem vekja áhuga rithöfunda; og koma sjónarmiðum rithöfunda á framfæri við ýmsar stjórnsýslustofnanir.