fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. janúar 2025 12:00

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf skemmtilegt að gera sér glaðan dag, fara út að borða með vinum og/eða fjölskyldu og gera vel við sig í mat og drykk. Aragrúi veitingastaða er í hverri borg, og þar með talið í höfuðborginni Reykjavík og oft erfitt að velja hvar eigi að panta borð. 

Þessi 14 atriði geta gefið vísbendingu um staðurinn muni ekki standa undir væntingum og tilvalið að leita annað eftir máltíð.

Bílastæðið er ekki hreint

„Ef þú ferð út úr bílnum þínum á bílastæði veitingastaðarins eða það fyrsta sem mætir þér þar eru yfirfullar ruslatunnur, rusl og sígarettustubbar á planinu, eða aðkoman að veitingastaðnum er slíkt, þá er rétt að fara bara annað,“ segir Ken Rice, ráðgjafi með meira en 30 ára reynslu í veitingabransanum. Rice segir að óhreinir gluggar og hurðir séu einnig merki um að veitingastaðurinn sé ekki mikið að spá í hreinlæti og það geti borist inn í eldhús þar sem maturinn er útbúinn. 

Veitingastaðurinn hefur of mörg „þemu“

Þemu, stíll og hönnun eru frábær leið fyrir veitingastaði til að kynna persónuleika sinn fyrir gestum, en of mikið af slíku getur verið rautt flagg. 

„Allir veitingastaðir hafa útlit og stemningu. Það er það sem laðar að viðskiptavini,“ segir Fabiana Meléndez, kynningarfulltrúi í Austin, Texas. „Ef þú endar á stað sem er með of mörg þemu, getur það stundum verið vísbending um að þjónusta og stjórnendur séu ekki samstilltir á bak við tjöldin.“

Starfsfólkið virðist áhugalaust

Allir geta átt slæman dag, en ef allt starfsfólkið lítur út fyrir að vilja vera alls staðar annars staðar en í vinnunni sinni, þá gætir þú átt slæma upplifun í vændum.

„Ef framlínustarfsfólkið, þjónarnir og aðrir, lítur út fyrir að vera áhugalaust og ekki með hugann við vinnuna þá er það merki um að stjórnendur séu ekki að standa sig vel að reka veitingastaðinn,“ segir Michelle Stansbury, matarbloggari hjá Eat, Drink, Be SD. „Og ef framlína staðarins lítur út fyrir að vera óvirk, þá er fólkið á bak við, í eldhúsinu og annars staðar það líklega líka.“

Umsagnir staðarins eru áhrifavaldahlaðnar

Þegar veitingastaðir eru auka sýnileika sinn á netinu og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum gætu þeir ráðið PR-teymi til að ná til staðbundinna bloggara, blaðamanna og annarra til að birta umsagnir um staððinn. Þeir geta boðið upp á ókeypis eða afsláttarmáltíðir og þjónustu við viðskiptavini, í von um frábæra umsögn – en það er kannski ekki raunveruleg veitingastaðaupplifun að sögn Meléndez.

„Veitingahús, sérstaklega í háum gæðaflokki, eru með PR teymi sem leggja áherslu á að skapa góða umfjöllun. Hvort sem það er uppskrift eða myndir af uppáhalds áhrifavaldinum þínum að borða þar, þá vinnum við allan sólarhringinn til að tryggja að veitingastaðir séu alltaf að veita frábæra þjónustu,“ segir Meléndez. „En það sem skiptir máli er hvernig þeir koma fram við alla. Ef þú sérð áhrifavalda lofsyngja veitingastaðinn á Instagram en umsagnir um staðinn til dæmis á Tripadvisor, Facebook-síðu staðarins eða annars staðar eru vafasamar, þá er það stór vísbending um slæma þjónustu.“

Allir á veitingastaðnum eru ferðamenn

Ef þú vilt kynnast góðum mat borðaðu þar sem heimamenn borða. Veitingastaðir sem eru aðeins með ferðamenn sem viðskiptavini eru rautt flagg,

„Ef þú sérð bara aðra ferðamenn á veitingastað, kannski vegna þess að það er eini staðurinn nálægt vinsælum ferðamannastað, myndi ég hika við að borða þar,“ segir Stansbury. „Veitingahús þar sem heimamenn borða gefa það til kynna að sumir matsölustaðir séu starfræktir vegna orðspors þeirra.“

Veitingastaðurinn lyktar

Nefið lýgur ekki og lætur þig vita þegar þú ert kominn inn á stað sem er ekki einn af þeim bestu að sögn Rice. Hvort sem veitingastaðurinn lyktar af gamalli fitu, brenndum mat eða lyktin fær þig til að fitja upp á nef þér, treystu nefinu og gakktu út. Eldhús og veitingastaðir sem leggja áherslu á hreinlæti munu gera allt til að útrýma langvarandi lykt frá kælum, helluborðum og öðrum stöðum þar sem lykt getur loðað við. 

Salernið er skítugt

Ef þú ert ekki viss um gæðastaðal veitingastaðarins skoðaðu salernið. Það er góð vísbending um hversu hrein restin af staðnum er. Ef salernið er skilið útundan, eins og til dæmis ef sápuskammtarinn er tómur, klósettpappírinn er á síðustu blöðunum eða gólfið sápukennt og blautt, er það merki um að starfsfólkið er ekki að sinna vinnunni sinni. Og það gæti bent til þess að það sé ekki að sinna öðrum þáttum sem snúa að hreinlæti staðarins.

„Það er athyglisvert að á öllum mínum ferli hef ég aldrei verið á veitingastað með illa þrifnu salerni og með frábæru eldhúsi eða frábærum framreiddum mat,“ segir Alan Guinn, ráðgjafi í veitingabransanum í meira en 25 ár. „Klósettin þjóna mér strax sem vísbending um skort á athygli á smáatriðum sem getur grafið undan gæðum matvæla, jafnvel áður en það er borið fram fyrir mig til að njóta — eða ekki.

Eldhúsið er óskipulagt

Salerni veitingahúsa eru oft nálægt innganginum að eldhúsinu, þannig að þegar þú gengur framhjá þá er oft hægt að sjá hvernig ástandið er í eldhúsinu. Ef það virðist sóðalegt eða óskipulagt gæti verið kominn tími til að yfirgefa staðinn. Það er oft brjálað að gera í eldhúsinu, en það er samt allt undir ákveðinni stjórn og skipulagi. Skipulag og þrifnaður er mikilvægur fyrir heimsókn heilbrigðiseftirlitsins og til að staðurinn sé starfræktur snuðrulaust. Ef eldhúsið virðist langt frá því að ganga eins og vel smurð vél, þá er kominn tími til að fara.

Villunum fjölgar

Veitingastaðir eru mjög uppteknir staðir og má alveg búast við einhverjum villum eða smá klúðri. Hins vegar, ef hlutirnir fara úrskeiðis aftur og aftur – og aftur og aftur – gæti það verið merki um að eitthvað sé ekki alveg rétt á bak við tjöldin. 

„Þjónar eru mannlegir og villur eða tvær geta átt sér stað, sérstaklega ef hávaðinn á staðnum er slíkur að það erfitt að heyra í öðrum,“ segir Meléndez. „En ef þú pantar einn forrétt og færð annan, eða færð hann einfaldlega aldrei, á meðan aðalréttinum þínum er líka klúðrað þá er það til vitnis um að þjónustan er kannski ekki í lagi.“

Byggingin er í niðurníðslu

Krúttlegir veitingastaðir með karakter og sjarma eru eitt en byggingar í niðurníðslu eru annað. 

„Almennt ástand veitingastaðarins sjálfs getur sagt þér ýmislegt. Blettir í loftinu, ósópuð eða óskúruð gólf, dauðar eða deyjandi plöntur, rifið veggfóður eða málning sem er rifin og lituð, og sérstaklega ósópuð salerni, lofa ekki góðu fyrir verðandi máltíð þar.“ 

Veitingastaðurinn er tómur

Ef þú gengur inn á veitingastað á hefðbundnum álagstíma og þú ert einn eða næstum einn, gæti það gefið þér vísbendingu. 

„Það fyrsta sem þarf að leita að þegar þú velur veitingastað eru viðskiptavinir,“ segir Kenny Colvin, sem rekur vörumerkja-, hönnunar- og ráðgjafastofu fyrir mat og drykk. „Eru aðrir viðskiptavinir að borða þar? Ef enginn er að borða á veitingastað, þá er ástæða fyrir því. Hann gæti verið of dýr, þar gæti verið slæm þjónusta við viðskiptavini eða slæmur matur, en ef sætin eru auð skaltu líta á það sem rautt flagg.“

Matseðlarnir eru í rugli

Ef útlit veitingastaðarins er ekki viðvörun fyrir þig þá getur matseðillinn eða matseðlarnir verið það.

 „Það kann að virðast ákveðið innsæi, en ég get oft spáð fyrir um komandi upplifun út frá matseðlunum sem mér er boðið upp á,“ segir Guinn. „Ef veitingastaðurinn afhendir mér rifinn, slitinn eða óhreinan matseðil, þá segir það mér að þjónarnir séu ekki nægilega þjálfaðir eða að framkvæmdastjóri veitir ekki gaum að umhverfi veitingastaðarins.

Matseðlar með brauðmylsnu, matarbletti og sósubletti gefa til kynna að þeir séu ekki hreinsaðir reglulega. Ef starfsfólkið tekur ekki eftir þessum smáatriðum gæti verið að stærri og mikilvægari atriði fari framhjá þeim líka. „Það er öruggt merki um að athygli á smáatriðum sé ábótavant. Stjórnandi sem hunsar framlínu staðarins á oft í erfiðleikum með að stjórna bæði framlínunni og þeim stöðum veitingahússins sem gestirnir sjá ekki,“ segir Guinn.

Matargestirnir eru ekki ánægðir

Að njóta máltíðar saman er ánægjulegt tilefni, en ef allir á veitingastaðnum eru fýldir epa gramir, veldu þá að ganga út.

„Líttu í kringum þig á fólkið sem er að borða eða nýbúið með matinn sinn,“ segir Stansbury. „Ef þeir virðast ekki hrifnir af matnum sínum, þá er auðvelt að giska á að þú gætir líka orðið óánægður með þinn mat.“

Matnum er blandað saman á disknum

Ef þú finnur aðskotahluti í matnum þínum – pöddu, hár, málmbút – þá er það greinilegt merki um að eitthvað hræðilegt sé að í eldhúsinu.

„Önnur vísbending um slæman veitingastað er hvernig þeir setja matinn á diskinn,“ segir Guinn. „Illa undirbúinn eða illa framsettur eða framreiddur matur, matur sem borinn er fram án viðeigandi meðlætis eða krydds – sérstaklega án þeirra hluta sem pantaðir eru – mun gefa þér hugarfarið „maturinn minn er ekki góð verðmæti,“ segir Guinn. „Jafnvel þótt maturinn sé bragðgóður, mun gildismat máltíðarinnar verða fyrir skakkaföllum í huga gestsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Í gær

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík
Fókus
Fyrir 2 dögum

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni