fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fókus

Varð steinhissa þegar hún uppgötvaði þetta á Íslandi

Fókus
Föstudaginn 17. janúar 2025 12:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk kona sem er á ferð um Ísland segir frá því á samfélagsmiðlum að það hafi komið henni mjög á óvart hversu algengt það sé hér á landi að ökumenn stöðvi bíla sína til að hleypa gangandi vegfarendum yfir götu. Þessu eigi hún ekki að venjast frá sínu heimalandi. Í athugasemdum taka nokkrir landar hennar undir með henni.

Konan segir svo frá:

„Er það regla fyrir ökumenn á Íslandi að stoppa til að leyfa gangandi vegfarendum að komast yfir götu? Í alvöru talað ég er frá Bretlandi og varð steinhissa að sjá alla bílana stoppa til að hleypa okkur yfir götuna. Heima er ég vön því að vera með lífið í lúkunum og skjótast yfir þegar er bil milli bíla.“

Utan gangbrauta

Af færslu konunnar má ráða að hún eigi ekki bara við það að komast yfir götur á gangbrautum. Það virðist því hafa verið töluvert um að ökumenn hér á landi hafi stöðvað og hleypt konunni yfir götu, þótt hún hafi ekki verið að bíða við gangbraut.

Landar konunnar sem einnig hafa komið til Íslands taka undir í athugasemdum og segjast hafa orðið steinhissa þegar í ljós hafi komið að ökumenn hér á landi hafi verið mun liðlegri en venjan sé í Bretlandi við að hleypa gangandi vegfarendum yfir götur. Í einni athugasemd segir meðal annars:

„Þetta gerðist meira að segja þar sem ekki voru gangbrautir og ég varð steinhissa á því hversu vinalegt fólk var að stoppa alltaf til að hleypa okkur yfir. Ég hef aldrei upplifað þetta annars staðar,“ viðkomandi segist aldrei hafa upplifað að ökumenn í Bretlandi stöðvi utan merktra gangbrauta til að hleypa gangandi vegfarendum yfir og á gangbrautum þar í landi þurfi að ganga yfir með ítrustu varúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Í gær

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“
Fókus
Í gær

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2024 – Leitin að G-blettinum heldur áfram

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2024 – Leitin að G-blettinum heldur áfram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“