Nú er komið í ljós hvaða 10 lög keppa í Söngvakeppninni 2025. Undanúrslitakvöldin verða tvö, það fyrra 8. febrúar og það seinna 15. febrúar.
Í ár komast sex lög áfram í úrslitin sem verða 22. febrúar en þá verður framlag Íslands í Eurovision 2025 valið. Allir viðburðirnir fara fram í Kvikmyndaveri RVK Studios, Gufunesi. Endanleg lagaröð á hvoru kvöldi fyrir sig verður kynnt síðar.
Fyrri undanúrslit 8. febrúar
Ég flýg í storminn / Stormchaser
Flytjandi: BIRGO
Lag: Birgitta Ólafsdóttir, Helga Þórdís Guðmundsdóttir og Jonas Gladnikoff
Íslenskur texti: Birgitta Ólafsdóttir og Helga Þórdís Guðmundsdóttir
Enskur texti: Shawn Mayers og Birgitta Ólafsdóttir
Eins og þú / Like You
Flytjandi: Ágúst
Lag: Hákon Guðni Hjartarson, Ágúst Þór Brynjarsson og Halldór Gunnar Pálsson
Íslenskur texti: Hákon Guðni Hjartarson og Ágúst Þór Brynjarsson
Enskur texti: Hákon Guðni Hjartarson
Frelsið Mitt / Set Me Free
Flytjandi: Stebbi JAK
Lag: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Will Taylor og Stebbi JAK
Íslenskur texti: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Michael James Down, Primoz Poglajen og Stebbi JAK
Enskur texti: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Michael James Down, Primoz Poglajen og Stebbi JAK
Norðurljós / Northern Lights
Flytjandi: BIA
Lag: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir og Jón Arnór Styrmisson.
Íslenskur texti: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir, Jón
Arnór Styrmisson og Kolbeinn Egill Þrastarson
Enskur texti: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir og Jón Arnór Styrmisson.
RÓA
Flytjendur: VÆB
Lag og texti: Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helgi Matthíasson og Ingi Þór Garðarsson
Aðeins lengur
Flytjandi: Bjarni Arason
Lag: Jóhann Helgason
Texti: Björn Björnsson
Flugdrekar / Carousel
Flytjandi: Dagur Sig
Lag: Thorsteinn Einarsson, Linnea Deb, Einar Lövdahl, Joy Deb og Andreas Lindbergh
Íslenskur texti: Einar Lövdahl
Enskur texti: Thorsteinn Einarsson, Linnea Deb, Joy Deb og Andreas Lindbergh
Þrá / Words
Flytjandi: Tinna
Lag: Tinna Óðinsdóttir og Rob Price
Íslenskur texti: Guðný Ósk Karlsdóttir
Enskur texti: Rob Price
Rísum upp / Rise Above
Flytjandi: Bára Katrín
Lag: Heiðar Kristjánsson og Valgeir Magnússon
Íslenskur texti: Valgeir Magnússon, Heiðar Kristjánsson, Lára Ómarsdóttir og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir
Enskur texti: Valgeir Magnússon og Heiðar Kristjánsson
Eldur / Fire
Flytjendur: Júlí og Dísa
Lag: Júlí Heiðar Halldórsson, Andri Þór Jónsson, Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson
Íslenskur texti: Júlí Heiðar Halldórsson
Enskur texti: Andri Þór Jónsson
Í undanúrslitunum keppa fimm lög hvort kvöld og komast þrjú áfram í úrslitin eftir símakosningu almennings. Það verða því sex lög sem keppa á úrslitakvöldinu 22. febrúar en þá mun alþjóðleg dómnefnd vega helming á móti símatkvæðum landsmanna. Hið svokallaða einvígi verður fellt niður, stigahæsta lag kvöldsins sigrar keppnina.
Kynnar keppninnar í ár verða þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Eins og áður verður boðið upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum.
Miðasala hefst kl. 10.00 þriðjudagsmorguninn 21. febrúar á tix.
Hægt er að hlusta á öll lögin á songvakeppnin.is og á Spotify.