fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fókus

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Fókus
Föstudaginn 17. janúar 2025 09:52

Kanye West og Bianca Censori. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn og aftur vekur rapparinn Kanye West athygli fyrir að birta mjög djarft myndefni af eiginkonu sinni, Biöncu Censori.

Fyrir ári síðan birti hann nokkrar umdeildar myndir af henni þar sem hún var mjög fáklædd.

Nú hefur rapparinn endurtekið leikið en hann birti mynd af nær nöktum líkama Biöncu í Story á Instagram.

Skjáskot/Instagram @ye

Myndin hefur vakið mikla athygli og ræddu netverjar um málið, meðal annars á X, áður Twitter. Þeir sögðu þetta alls ekki vera öruggt til að skoða í vinnunni, eða NSFW (not safe for work).

Kanye birti einnig mynd af henni í baði fyrir stuttu til að fagna afmæli hennar, en Bianca varð 30 ára á dögunum og slógu þau til veislu.

Skjáskot/Instagram @ye

Erlendir miðlar greina frá því að hegðun Kanye á Instagram hefur verið einkennileg undanfarið en hann birti einnig gamalt myndband af Pamelu Anderson þegar hún gekk um nakin og gaf Hugh Hefner, stofnanda Playboy, köku. Netverjar gagnrýndu athæfið harðlega og sögðu Anderson örugglega ekki vilja rifja upp þetta atvik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Í gær

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsæta níunda áratugarins fagnaði nýju ári á Íslandi

Ofurfyrirsæta níunda áratugarins fagnaði nýju ári á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú þegar Keflavíkurflugvöllur leit svona út?

Manst þú þegar Keflavíkurflugvöllur leit svona út?