fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fókus

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb

Fókus
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 17:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska Klíníkin í Búdapest er komin í HM-stuð og ætlar að styðja strákana okkar til afreka á HM sem fer fram í Krótaíu, Danmörku og Noregi, en íslenska liðið spilar í Zagreb í Króatíu og fyrsti leikurinn er  í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum.

Fríður flokkur stuðningsmanna landsliðsins lagði í víking í gær undir leiðsögn Hjalta Garðarssonar, eiganda Íslensku Klíníkurinnar, frá Búdapet og stefnan var sett á Zagreb í Króatíu en þar er hópurinn núna.

„Á þessari stundu eru þau um það bil að leggja af stað í Arena Zagreb þar sem okkar fólk mun ásamt um 15.000 öðrum hvetja sitt lið, okkar fólk ætlar að vera háværast! — Áfram Ísland!“ segir í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt